Saddur neytandi er þjóðfélagslega hættulegur

Án neyslu stenst ekkert nútímahagkerfi. Stærsti hluti opinberrar umræðu snýst um skiptingu þjóðarkökunnar milli ólíkra hópa neytenda, sem undirstrikar mikilvægi neyslunnar. Án neyslu ættum við tæpast nokkuð að tala um.

Neyslan gerir okkur frjáls enda skilgreinum við frelsi okkar út frá neyslustigi. Aumur er sá sem dregst aftur úr neyslunni. Við vitum af ógrynni skilaboða fjölmiðla um þá hamingju og fullnægju sem fæst með neyslu.

Saddur neytandi er neitandi þjóðfélagsframfara og eftir því hættulegur. Góðu heilli eru til markaðstæki sem vinna með undirmeðvitund slíkra neitenda og gera þá að neytendum, þeim sjálfum til hamingjuauka og samfélaginu öllu til hagsbóta.


mbl.is Er verið að blekkja þig?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eitt afbrigði takmarkalausrar neysluhyggju er krafan um "lífsrými","lebensraum" sem engir útfærðu jafn einarðlega og Þjóðverjar á árunum 1933-1945. Krafan um endalausan vöxt í neyslu, eignasöfnun og beinum og óbeinum landvinningum getur stundum staðist furðu lengi en hlýtur á endanum ævinlega að stranda á því að jörðin okkar býður upp á tarkmarkaðar auðlindir, gæði og landrými. 

Ómar Ragnarsson, 3.12.2014 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband