Mánudagur, 1. desember 2014
Eyjan og auðmannapressan reka lestina
Almenningur ber minnst traust til auðmannapressunnar, Eyjan & Pressan, sem nýlega færði út kvíarnar og keypti DV.
Mat almennings er nokkuð rökrétt; auðmenn báru ábyrgð á hruninu og þeirra áhugi á fjölmiðlun beinst helst að því að rétta sinn hlut en ekki þjóna almannahagsmunum.
Almennt minnkar traust almennings á fjölmiðlum enda blaðamennska í auknum mæli málflutningur í þágu aðgerðasinna af ýmsu tagi á kostnað frétta.
Traust á fjölmiðlum dregst saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þarna gleymir Páll að beygja orðin „Eyjan" og „Pressan".
Við hreintungumenn viljum benda á að réttara hefði verið að skrifa: „Almenningur ber minnst traust til auðmannapressunnar, Eyjunnar og Pressunnar, sem nýlega færði út kvíarnar og keypti DV."
Ertu ekki sammála þessu, Páll?
Wilhelm Emilsson, 1.12.2014 kl. 19:22
Jú, sammála, takk fyrir ábendinguna.
Páll Vilhjálmsson, 1.12.2014 kl. 19:27
Ekkert mál. Takk fyrir svarið.
Wilhelm Emilsson, 1.12.2014 kl. 21:52
Kæri Wilhelm - í anda hreintungunnar hefði þá ekki verið rétt að nota
„Þökk“ fyrir svarið í stað hins danska „takk“ ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.12.2014 kl. 23:41
Ha ha, góður predikari. „Takk" er í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar og það er gúdd enöff for mí :)
Wilhelm Emilsson, 2.12.2014 kl. 00:22
Tak skal du have kære Wilhelm.
En þetta er samt ekki íslenskt hvað svo sem Árni B. tekur það inn vegna hefðar undanfarið á því í íslenskunni.
Hér má sjá til dæmis um þetta hjá helstu fræðimönnum okkar í íslensku hjá Árnastofnun :
http://islex.lexis.hi.is/malfar/leit.pl?lyk=takk
Það sést á ritmálssafninu að takk er einungis til í ungum heimildum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.12.2014 kl. 00:33
Takk sömuleiðis, predikari góður :)
Wilhelm Emilsson, 2.12.2014 kl. 03:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.