Mánudagur, 1. desember 2014
Guđmundur Andri afhjúpar fésýslusinna í Samfó
Guđmundur Andri Thorsson skrifar ţjóđlega krónikku í Baugsútgáfuna vegna ferđaskatts á útlendinga, sem vegna ESB-reglna verđur ađ leggjast á landsmenn alla. Rithöfundurinn kemst vel ađ orđi
Viđ eigum samt ţetta, sem verđur varla komiđ í orđ. Einhver hulin tilfinning fyrir landinu og víđáttunni, viss rýmiskennd sem er öđruvísi hér en víđast hvar, hvernig svo sem uppruna og ćtt er annars háttađ og hvađ sem líđur skömmustunni yfir ţjóđrembudellu útrásarinnar. Einhvers konar samband viđ landiđ, ţessi kennd ađ elska landiđ, eiga landiđ og láta landiđ eiga sig.
Sjálfstćđismenn vilja ekki ađ fólk hafi ţessa tilfinningu fyrir landinu sínu. Ţví á ađ finnast sem Ísland sé í eigu annarra en ţjóđarinnar. Ţeir líta svo á ađ vatniđ og vindurinn, víđáttan og veđriđ anganin af blóđberginu og birkibrekkunni ţetta sé allt bara vörur á markađi sem einhver verđi ađ eiga, annars sé ţađ einskis virđi.
Ábyggilega er ţađ rétt hjá Guđmundi Andra ađ sumir, einkum frjálshyggjumenn, eiga ţađ til ađ líta á gćđi sem ekki er hćgt ađ merkja peningum sem einskins virđi. Frjálshyggjumenn eru á hinn bóginn ekki allir í einum flokki og ţađ er rangt ađ útrásin hafi veriđ ţjóđremba.
Útrásin var í skjóli EES-samningsins og helstu klappstýrur hennar voru ESB-sinnar eins og Björgvin G. Sigurđsson,Vilhjálmur Ţorsteinsson, fjárfestir og Ólafur Ágústsson, já, ţessi sem vildi gera stjórnsýsluna tvítyngda, og fleiri kappar úr Samfylkingunni.
Eftir hrun vildi enn einn samfylkingurinn, Róbert Marshall, sem nú stýrir Bjartri framtíđ, falbjóđa íslenskan ríkisborgararétt útlendingum. Róbert er líka vitanlega ESB-sinni fram í fingurgóma. Rök ESB-sinna eru öll á sömu bókina lćrđ; viđ grćđum peninga á ađild.
ESB-sinnar og fésýslusinnar eru iđulega sama fólkiđ. Ţađ fólk finnur ekki ilminn af landinu og lćtur sér fátt um finnast ađ skila ţví fullvalda og undir forrćđi ţjóđarinnar til óborinna kynslóđa. ESB-sinnar og fésýslusinnar eru međ peningalykt fyrir vitum sér alla daga.
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.