RÚV: Breivik var ekki múslími - ekkert að óttast

RÚV sagði okkur í kvöldfréttum að íslenska lögreglan þyrfti ekki að vopnast vegna uppgangs herskárra múslíma. Rökin fyrir þessari niðurstöðu eru sótt til talsmanns félags múslíma á Íslandi.

Talsmaður múslíma varaði við ljóshærðum og kristnum öfgamönnum eins og Breivik en taldi ekkert að óttast fjöldamorðingjana í Ríki íslams.

Nei, þetta voru ekki ljóskufréttir í skólaútvarpi heldur RÚV 30. nóvember á því herrans ári 2014.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Það var og.

Hverrar trúar sem óður morðingi er, og hvernig sem hann er á litinn, verður löggan að vera þungvopnuð þegar hún kemur á vetvang hálftíma eftir að hann hefur lokið sér af.

Svo segir ríkið mér.  Svo og segja borgararnir.  Sumir þeirra amk.

Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2014 kl. 21:38

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Byssueign landsmanna er eitthvað yfir fjörtíu þúsund skotvopn, að mig minnir. Má ekki landhelgisgæslan hafa á góðum stað 50 hríðskotabyssur og lögreglan 200?

Ágætt er að vita afstöðu æðsta prest múslima til öfgahópa. Skapar visst öryggi. 

Sigurður Antonsson, 30.11.2014 kl. 23:08

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

 Kannski þessi fyrrum leiðtogi múslima á Íslandi ætti einmitt að fagna því að lögreglan vopnist enn frekar. Ef trúbræður hanns innan ISIS ná fótfestu þá eru íslenskir múslimar sennilega í meiri hættu en aðrir landsmenn.

Það er nefnilega svo að ISIS samtökin, sem boða heimsyfirráð, byrja á að slátra þeim múslimum sem ekki vilja aðhyllast öfgatrú þá swem samtökin boða. Líta slíka múslima sem svikara. Síðan er ráðist gegn pólitískum andstæðingum.

Ef múslimar á Íslandi aðhyllast ekki öfgatrú og vilja ekki færa sig að henni, ættu þeir að fagna auknum viðbúnaði lögreglu.

Gunnar Heiðarsson, 1.12.2014 kl. 00:16

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, og er Breivik kannski muslimi?  Nei!  Hann er öfga-hægrimaður!

Öfga-hægri með sterku ofsa-kristnu ívafi sem réðst að Jafnaðarmönnum vegna þess að þeir halda á lofti Jafnaðarprinsipum og jafnræði manna á millum.

Jú jú, það má vel líta svo á og færa rök að því, að afstaða Breiviks og hvernig hann þróaði með sér hatur og ranghugmyndir hafi í raun verið klikkun eða geðveiki.  Vissulega.

En sagt er að hann vilj núna snúa sér alfarið að pólitík og fara í framboð.  Margir senda honum stuðningsbréf.

Hvort einhver bréf hafi borist frá Íslandi skal eg ekkert fullyrða um af eða á.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 1.12.2014 kl. 00:33

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Biblían kristinna manna,hvetur til fyrirgefningar,kristur friðarhöfðinginn bauð; "Þú skalt ekki deyða" -- Ef ég fer rétt með er því öðruvísi varið í Kóraninum,þar sem ráðast skal á þá sem þeir kalla trúleysingja og kristna og bana þeim.- Við fordæmum glæp Breiviks og í réttarríki er hann því hnepptur í fangelsi.  

Þar sem fréttir sýna þá öfgafyllstu af öllum öfgum,sem er ISIS,er kominn tími til að loka landamærunum með því að ganga úr Shengen. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2014 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband