Sunnudagur, 30. nóvember 2014
Stríđ, smáríki og stórţjóđir
Stríđ bjó til smáríkiđ Danmörku, sem lćrđi ţá lexíu í stríđinu viđ Prússa 1864 ađ smáríkjum sé hollast ađ rćkta garđinn sinn. Fyrir 1864 taldi Danmörk sig til stórríkja međ nýlendur eins og Ísland, Grćnland og Fćreyja í Norđur-Atlantshafi en jafnframt međ ítök í Vestur-Indíum, Afríku og Asíu. Í dönskum kennslubókum er Danmörk sögđ á nýöld međalstórt nýlenduríki.
Suđur af Danmörku tilheyrđu ţýskumćlandi ţegnar Danakonungi frá miđöldum, í hertogadćmunum Slésvík og Holsetalandi.
Danir töldu sig eiga í fullu tré viđ Prússa, sem undir stjórn Vilhjálms konungs og Bismarcks, gerđu sig líklega til ađ taka forystuna af Austurríkismönnum viđ ađ sameina ţýskumćlandi í eitt ríki - Ţýskaland.
Prússar lćrđu af Napoleónsstyrjöldunum ađ međ hernađarmćtti mćtti hvorttveggja sundra ţjóđir og sameina. Höfundur kenningarinnar um ađ stríđ vćri pólitík međ öđru verklagi er einmitt Prússinn Carl von Causewitz og hann lćrđi sín frćđi af hernađi Korsíkumannsins knáa.
Danir gjörtöpuđu stríđinu 1864 fyrir Ţjóđverjum, sem lögđu undir sig mestallt Jótland. Tap Dana var hernađarleg, diplómatískt og hugsjónalegt, segir í Politiken um stríđiđ 1864, en sjónvarpsţćttir byggđir á stríđinu eru sýndir í DR og RÚV.
Í friđarsamningunum eftir 1864 kom til tals í Danmörku ađ bjóđa Prússum Ísland í skađabćtur til ađ halda nyrsta hluta Slésvíkur, sem var einkum byggđ Dönum. Prússar, góđu heilli, voru ađ svo komnu máli ekki á höttunum eftir heimsveldi heldur ţýsku heimalandi og Ísland féll ekki undir ţađ hugtak.
Prússar gengu á lagiđ eftir sigurinn yfir Dönum. Ţeir herjuđu á Austurríkismenn 1866 og fjórum árum síđar Frakka og sigruđu báđa auđveldlega. Prússakonungur var krýndur keisari Ţýskalands áriđ 1871.
Danmörk varđ ţannig smáríki eftir stríđsreynslu en Ţýskaland stórríki. Íslendingar, sem ţekkja mennsk stríđ mest af afspurn en ţví betur stríđ viđ náttúruöflin, gera rétt í ađ halda sér í sem mestri fjarlćgđ frá bandalögum og hrossakaupum stríđsţjóđanna á meginlandi Evrópu.
Athugasemdir
Ég held ađ ţađ hafi veriđ rétt ákvörđun miđađ viđ stöđu heimsmála 1949 og 1951 ađ ganga í NATO og gera varnarsamning viđ Bandaríkin og halda sig ekki frá bandalögum. Hlutleysi reyndist hvorki Norđmönnum né Dönum nein vörn 1939 og í ljósi ţess gengu báđar ţjóđirnar í NATO 1949.
Síđar hefur komiđ í ljós ađ í hugsanlegu stríđi hefđi NATO ekki variđ Danmörku ţannig ađ ţađ fer algerlega eftir ađstćđum og stöđumati hvađ réttast sé fyrir smáţjóđir ađ gera.
Stöđumat Dana var kolrangt 1864. Ţeir héldu ađ ţeir vćru stórţjóđ og vonuđust eftir hjálp Breta, en hvort tveggja klikkađi.
Ómar Ragnarsson, 30.11.2014 kl. 14:29
Einhverntíma ţarf ég ađ stúdera hernađ Bismarks. Hvađ olli ţví ađ hann vann alltaf. Ţađ er alltaf eitthvađ einfalt.
Ég las bókina hans Clausewitz. Hún er allt í lagi. Publius Flavius Vegetius Renatus var betri. Fór meira út í smáatriđi. Sagđi hverskyns mannskap ţú ţarft (og fćrđ aldrei, og hvers vegna ţađ er.)
Um danina:
Skođum bara wiki:
"Unrealistic expectations of the potency of the Danish army and incompetence at the political level had overruled the command of the army's wishes to defend Jutland according to the above plan, and instead favoured a frontal defense of Jutland on or near the historical defense (and legendary border) line at the Danevirke, near the city of Schleswig in the south. Hence resources had been put into the Danevirke line and not into the flank positions, which stayed akin to battlefield fortifications rather than modern fortifications capable of withstanding a modern bombardment."
... já.
Ásgrímur Hartmannsson, 30.11.2014 kl. 15:46
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.