Fimmtudagur, 27. nóvember 2014
Bretar hætta í ESB - spurning um útfærslu
Ef evran fellur, þá fellur Evrópusambandið. Til að bjarga evrunni verður Evrópusambandið að stórauka miðstýringuna á ríkisfjármálum ríkjanna 18 sem búa við gjaldmiðilinn. Bretland er ekki eitt af þessum 18 ríkjum og mun yfirgefa Evrópusambandið á næstu árum.
Eftir útgöngu Breta, sem ómögulegt er að segja til um hvenær verður og ekki heldur hvernig, verður Evrópusambandið meginlandsbandalag stórríkja undir forystu Frakka og Þjóðverja. Á tímum Napoleón í byrjun 19. aldar náðu Frakkar forræði yfir Vestur-Evrópu um hríð. Þjóðverjar stjórnuðu sama svæði í upphafi seinna stríðs. Í báðum tilfellum stóðu Bretar utan og tóku þátt í að leysa Evrópu undan viðjum harðstjóra.
Á meginlandinu er gert hróp að Bretum fyrir að beygja sig ekki undir vald Brussel, París og Berlín. Hvorki atyrði né blíðmælgi breyta hlutlægum staðreyndum: evran sundrar Evrópusambandinu sökum þess að hún krefst miðstýringar á ríkisfjármálum aðildarríkja.
Vill að Bretar gerist aðilar að EES | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góðu genin Breta,falla svo vel að hugmyndum okkar og efla gömul góð samskipti við þá. Gamla stórveldið getur lært af ungu eyþjóðinni í vestri.
Helga Kristjánsdóttir, 27.11.2014 kl. 07:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.