Blaðamenn án dómgreindar

Blaðamenn, sumir hverjir, hreykja sér á háum haug eftir að hafa flæmt úr embætti ráðherra vegna þess að úr ráðuneytinu láku upplýsingar, sem hvorki ráðherrann né lekamaðurinn, hafði hagsmuni af að lækju út.

Blaðamenn nota leka úr stjórnsýslunni reglulega við vinnu sína og hafa aldrei áður gert veður út af slíkum upplýsingum, miklu frekar lofað þær og prísað.

Blaðamenn nutu stuðnings embættismanna, ríkissaksóknara og umboðsmanns alþingis, við að hrekja ráðherrann úr embætti. Embætti umboðsmanns lak upplýsingum til að herja á ráðherra og blaðamenn birtu upplýsingarnar eins og það væri sjálfsagt mál í miðri orrahríð blaðamanna sjálfra þar sem upplýsingaleki var fordæmdur í bak og fyrir.

Blaðamenn án dómgreindar draga fagið ofan í svaðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband