Trú sem einkamál og trú sem kúgun

Trú er einkamál í kristni og haldið aðskilinni frá lögum og reglum samfélagsins. Kennisetningar í kristni eru ætlaðar til persónulegrar íhugunar án boðvalds yfir breytni manna.

Múslímatrú, á hinn bóginn, krefst ríkrar íhlutunar í lög og reglur samfélagins. Í kjarna múslímatrúar er sú hugsun að trú fari með boðvald yfir breytni manna og að viðurlög skuli koma til ef brugðið er út af kennisetningunni.

Forseti Tyrklands, sem telst til hófsamra múslíma, segir jafnrétti karla og kvenna stríða gegn mannlegu eðli; konan hljóti alltaf að lúta vilja karlsins.

Múslímatrú heggur að undirstöðu vestrænna mannréttinda um jafnrétti karla og kvenna.

 


mbl.is Jafnrétti stríðir gegn mannlegu eðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aztec

Tayyip Erdogan gengur þó ekki eins langt og Guðni Ágústsson, sem hefur víst sagt að réttur staður konunnar sé á bak við eldavélina. smile

Aztec, 25.11.2014 kl. 18:37

2 Smámynd: Rakel Stefánsdóttir

sko það að halda því fram að trú sé einkamal í kristni er einkennilegt. Trúboð hefur verið stundað hjá kristnum lengur en heilbrigt fólk vil muna og er því ekki neitt einkamál!!! Að sama skapi hafa langflest öll lög í hinum vestræna heimi verið  sett út frá kristnum gildum. Samanber að ráðuneytið Dóms-og kirkjumálaráðuneytið er nokkuð nýaflagt, svona miðað við... Svo geri ég mér einfaldlega ekki alveg grein fyrir í hvaða sunnudagaskóla þú hefur farið í eða hvaða kirkju, eða sko þú hefur greinilega aldrei farið í kirkju fyrst að þú heldur þetta:Kennisetningar í kristni eru ætlaðar til persónulegrar íhugunar án boðvalds yfir breytni manna..... eða sko presturinn minn í minni kirkju hafði allavega boðvald... og ferming mín í kirkju krafðist þess að ég breytti ávallt eftir ritningunni og að ég væri auðmjúk gagnvart ritningunni. GUÐ ER EKKI TIL. EKKI HELDUR ALLAH EÐA AÐRIR GUÐIR. það skiptir nákvæmlega engu máli hvað stendur í ritningunni, það skiptir hins vegar máli hvernig fólk kemur fram við annað fólk og það skiptir máli að fólk sé ekki að setja sig á háan hest gagnvart sannfæringu annarra.  Ég hef ávallt upplifað kristni sem kúgun og að ég eigi ekki rétt á mér. Afþví einfaldlega að ég er kona. Sem unglingur er ég látin bíða eftir því að ég byrji á blæðingum bara til þess að segja mér að þetta sé í raun refsing guðs á kvenfólki. Mér er sagt að ég eigi ekki að hafa mig í frammi og að guð hafi ákveðið mér það hlutverk að eiga börn. Þrátt fyrir að ég eigi ekki að sýna mig honum afþví að ég (mitt kyn) sveik "hann" í aldingarðinum. Kristni hefur aldrei þjónað okkur konum og mun ekki gera það á meðan að fólk eins og þú reynir að notfæra sér einhvern karlægan trúarlegan mun á tilveru okkar karla og kvenna. Þannig að allavega, þú og allir þínir kallavinir nennið þið bara að hætta að reyna að nota guði til að eiga í aumingjalegri valdabaráttu um einfalda hluti eins og mannréttindi. Yfirlýsing forseta Tyrklands er aumkunnarverð, það þýðir samt engan vegin að við ættum að reyna að nota okkar guð (sama guð) okkur til framdráttar afþví að það er barátta kvenna lifandi og dauðra sem að hefur komið á jafnrétti og mannréttindum hér á landi og annarsstaðar ekki guða sem að hefna gjörða okkar með mánaðarlegu blóðbaði og skömm. 

Rakel Stefánsdóttir, 26.11.2014 kl. 03:09

3 Smámynd: Þorgeir Ragnarsson

Rakel, ég held að megininntak pistilsins hafi farið framhjá þér. Það var að í kristnum samfélögum NÚTÍMANS (Vesturlöndum) er engum skylt að stunda trú, þ.m.t. kristni. Í mörgum löndum múslima ríkir hvorki trú né tjáningarfrelsi í þeim skilningi sem við leggjum í þau hugtök.

Hættu að barma þér yfir guði og trú með svona langlokum, þú þarft ekkert að ástunda þetta frekar en þú vilt. Það voru ekki eingöngu konur sem komu á mannréttindum undanfarnar 2-3 aldir á vesturlöndum.

Þorgeir Ragnarsson, 26.11.2014 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband