Vinstrimenn, valdadraumar og ónýta Ísland

Vinstrimenn eru án valda á Íslandi, nema þegar landið riðar til falls, líkt og eftir hrunið 2008. Þá náðu vinstriflokkarnir í fyrsta sinn meirihluta á alþingi, með ríkisstjórn Jóhönnu Sig. 2009 til 2013.

Eini möguleiki vinstrimanna á völdum á Íslandi er að telja þjóðinni trú um að Ísland sé ónýtt. Lausn vinstrimanna á ónýta Íslandi er að flytja fullveldið og sjálfsbjörgina til Brussel þar sem andlegir bræður vinstrimanna, tæknikratar, myndu sjá um landið sem hjálendu. Vinstrimenn á Íslandi yrðu umboðsmenn tæknikrata Evrópusambandsins.

Hægrimenn trúa í hjarta sínu á sjálfsbjörg og forræði eigin mála en vinstrimönnum líður best á hnjánum. Hægrimenn hafna aðild að Evrópusambandinu vegna þess að þeir vita það af sögunni að Íslandi verður ekki stýrt svo vel sé af útlendu valdi langt í burtu. Eðlislægt þýlyndi vinstrimanna lætur þá sækjast eftir því að stjórnast af öðrum, ef ekki danska kanselínu, þá ráðstjórn í Sovétinu eða Juncker í Brussel.

Takmarkalaus heift í orðræðu vinstrimanna á sér þá skýringu að þeir fengu smjörþefinn af völdum kjörtímabilið 2009 til 2013 og eru síðan að springa af illsku vegna þess að þjóðin hafnaði þeim við síðustu kosningar.

Valdadraumar vinstrimanna verða ekki uppfylltir nema þjóðin taki vinstrisannfæringu um ónýta Ísland. Verkefni hægrimanna er að sjá til þess að þjóðin tapi ekki glórunni í linnulausu áróðursstríði vinstrimanna fyrir ónýta Íslandi.


mbl.is Brengluð sýn náð athyglinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Þetta er hárrétt greining hjá þér kæri Páll - sem jafnan !

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.11.2014 kl. 13:04

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það sagði líka ófríða frænka.

Helga Kristjánsdóttir, 23.11.2014 kl. 14:34

3 Smámynd: sleggjuhvellur

Ég er hægri maður.

Og það er staðreynd að Ísland mun vegna mun betur inn í ESB.

Í stað þess að búa við gengisfall, gjaldeyrishöft, verðtryggingu og verri lífskjör til framtíðar.

sleggjuhvellur, 23.11.2014 kl. 14:54

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sleggjuhvekllur !

Ert þú ekki meðvitaður um þrengingar innan ESB hjá fjölmörgum ? 

Irar, frakkar, spánverjar, grikkir svo nokkrir séu nefndir ?  Vr'bólga og fjöldaatvinnuleysi !  Af hverju slærðu ekki af þér ESB glýjuna og hættir að vera á hnjánum gagnvart þessu möppudýraveldi ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 23.11.2014 kl. 15:12

5 Smámynd: sleggjuhvellur

Lífskjörin í ESB eru mun betri en á Íslandi. Sem dæmi þá vilja íslenskir læknar ekki snúa frá Danmörku og Svíþjóð sem þeir voru í námi vegna þess að það er allt skítt á Íslandi.

Já við ESB!

sleggjuhvellur, 24.11.2014 kl. 03:15

6 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sleggjuhvekkur - þú gerir þig að athlægi með svona yfirlýsingar. Hefurðu lesið það sem ESB seðlabankastjórinn og helstu hagspekingar innan ESB segja um þetta ??

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.11.2014 kl. 03:20

7 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Var úti á Spáni í haust, þar var mér sagt að háskólamentaðir kennarar væru með um 1000 Evrur í laun á mánuði útborgað eða 150-160 þúsund Kr.En mesta vandamálið þar væri ógnvekjandi atvinnuleysi sérstaklega hjá ungufólki.

Ragnar Gunnlaugsson, 24.11.2014 kl. 08:33

8 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Í Þjóðmálagrein minni „Þjóðin, það er ég!“ http://vey.blog.is/blog/vey/entry/836913/sem samin var í kjölfar „búsáhaldabyltingarinnar“ segi ég þetta m.a. um vinstri mennskuna: 

„Sýndarmennskan og sjálfsblekkingin er vinstri manninum ásköpuð og eðlislæg, eins og vandlætingin, og kemur fram hvarvetna í orðum hans og æði. Þetta fólk tekur ávallt fallega lygi fram yfir ljótan sannleika. Þeir eru liðsmenn lyginnar, en jafnframt býr innra með þeim djúpstætt hatur á sínu eigin þjóðfélagi sem þeir reyna að gera allt til miska, og taka því ávallt og ósjálfrátt málstað óvina þess, hverju nafni sem þeir nefnast. Það er ekki hægt að skilja eða skýra háttalag þeirra, sem lengst eru til vinstri eingöngu með tilvísun í marxisma/kommúnisma/sósíalisma, eins og margir ímynda sér. Skýringa á hegðun þeirra er að leita miklu dýpra, á vettvangi sálfræði, ef ekki beinlínis geðlæknisfræði, en það er eitt einkenni alvarlegrar geðveiki (psykosis) að sjúklingurinn sér ekkert athugavert við framferði sitt. Einkennin verða þeim mun meira áberandi því “lengra til vinstri” viðkomandi telst. Annað sameiginlegt einkenni er hið algera húmorleysi vinstri- ofstækismanna og geðveikra. Mönnum kann að þykja þetta öfgafull staðhæfing, en ég er ekki viss um það“.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.11.2014 kl. 08:45

9 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Fyrst ég er á annað borð byrjaður að vitna í þessa grein er kannski best að halda áfram og birta niðurlag hennar: 

„Ég hef áður bent á, að enginn vafi er á að t.d. fundarmenn í Háskólabíói töldu sjálfa sig í fullri og fúlustu alvöru vera “þjóðina”. Og hvernig á til dæmis að skýra þá staðreynd, að ýmsir núverandi leiðtogar íslenskra vinstri manna hafa starfað í og/eða beinlínis stofnað “vináttufélög”, sérstaka stuðningshópa við margar af allra grimmustu, blóði drifnustu alræðisstjórnir samtímans (Kúbu, Albaníu, Austur-Þýskaland, Norður- Kóreu o.s.frv), en hafa samtímis og samhliða verið áberandi í starfi Amnesty og opna bókstaflega aldrei munninn án þess að predika í vandlætingartón um “lýðræði” og “mannréttindi”? Er þetta fólk með réttu ráði? 

Hræsnarinn er sjálfur gjörsamlega ómeðvitaður um hræsni sína. Þetta fólk sér ekki nokkurn skapaðan hlut athugavert við framferði sitt. Sönn hræsni kemur frá hjartanu og þetta góða fólk trúir því í raun og sannleika að einmitt það sjálft séu hinir sönnu lýðræðissinnar, mannvinir og mannréttindafrömuðir. Þetta kann að þykja ótrúlegt, en er þó satt. Og ég spyr aftur: Er þetta fólk með réttu ráði?“

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.11.2014 kl. 08:51

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Takk fyrir Vilhjálmur að skrifa þessa góðu grein hér,ég er afleit að finna ehv. á netinu með þessari rellu. 

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2014 kl. 16:25

11 Smámynd: Elle_

Hvellur, hvað í veröldinni viltu hér?  Í alvöru er það orðið úldið þetta gelt ykkar sölumanna lands og sjávar að Ísland lúti vilja ykkar mikluminnihlutans og gangi inn í og undir stjórn EEESSSSSSSSBÉÉÉÉÉÉÉÉÉÉ. 

Komist þið ekki þangað upp á eigin spýtur?  Hvað er ykkur að vanbúnaði??  ÍSLAND er ekkert á leiðinni.  Og það er alls ekki skylda íslenska ríkisins og okkar hinna að styðja ykkur við að sinna einkaöfgum á kostnað ríkisins. 

Elle_, 25.11.2014 kl. 00:03

12 Smámynd: sleggjuhvellur

Meirihluti þjóðarinnar vill kjósa um áframahld viðræðanna!!!!

sleggjuhvellur, 25.11.2014 kl. 00:45

13 Smámynd: sleggjuhvellur

Ef þú ert á móti því þá ertu á móti heimilunum í landinu!!

sleggjuhvellur, 25.11.2014 kl. 00:46

14 Smámynd: Elle_

Þið brusselfarar eruð einir á móti heiminum.  Þið virðist hata hann. 

Elle_, 25.11.2014 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband