Föstudagur, 21. nóvember 2014
Aðför DV, RÚV, ríkissaksóknara og stjórnarandstöðu
Hanna Birna stóð ekki fyrir leka á ómerkilegu minnisblaði um enn léttvægara mál og heldur ekki var um að ræða pólitískan ávinning af hennar hálfu eða ráðuneytisins.
En DV tókst að snúa leka á ómerkilegum upplýsingum í smámáli upp í pólitíska herferð gegn innanríkisráðherra. RÚV og vinstrisinnaður ríkissaksóknari tóku undir og vitanlega vinstriflokkar á þingi. Aðrir sem hoppuðu á vagninn áttu Hönnu Birnu grátt að gjalda, til dæmis ákveðinn hópur lögfræðinga sem tölu innanríkisráðherra ekki makka rétt í endurskoðun á lögum um dómstóla og ákæruvald.
Aðförin heppnaðist og Hanna Birna var knúin til afasagnar.
Hanna Birna: Nú er mál að linni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hún var ekkert knúinn til afsagnar. Hún virðist bara ekki hafa taugar í þetta. Ef hún hefði haldið áfram störfum hefði eitthvað komið í veg fyrir það.
Málefnin (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 19:43
Kjartan Gunnarsson getur ekki lengurstjórnað Hönnu Birnu vestan frá Rauðasands-kaffistofunni sinni. Það vantaði nú vegasamband við vestfirði áður en Sjálfstæðisflokks-sjálftökulið bankanna ákvað að gera vestfirði að sinni séreign?
Svo eru hér skilaboða-athugasemd til Styrmis Gunnarssonar: Hvítbók: "Til allar hamingju kemur nafn þitt hvergi fram í Hvítbókinni svokölluðu. Þú þakkar félögum þínum í flokknum kærlega fyrir fagmannlega unna rannsókn".Færðu þig á næsta afreksreit og þú færð viðkomandi afrek.
Góða ferð Styrmir Gunnarsson, á næsta reit!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.11.2014 kl. 22:48
Það hlítur að reyna á þolrifin að vera með vonda vona vinstra liðið svona á heilanum. Hanna Birna gróf sína eigin pólitísku gröf.
Þér finnst léttvægt mál að sundra fjölskyldu (sennilega vegna þess að um blökkumenn er að ræða), það segir heilmikið um þig.
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 21.11.2014 kl. 23:13
Nei.það reynir ekki á þolrifin fyrr en fjölskyldan er farin að líða,hana tekur hún fram yfir að berjast við pólitíska andstæðinga.- Þegar þú Sigurður talar um að hún eða aðrir sundri fjölskyldu,áttu líklega við Omos.Kom hann ekki sem flóttamaður án kærustu sem hann sagðist eiga í Kanada,þar með er hann sjálfur að rjúfa þau heitbundnu tengsl.-Öfundin er svo yfirþyrmandi,sem getur af sér hatrið sem brýst út eins og í þessu máli,að ég tali ekki um ásakanir um að litur manna skipti máli. Það má Katrín Jakobsdóttir formaður eiga,þótt hún gagnrýni af hörku er hún aldrei móðgandi.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2014 kl. 23:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.