Miðvikudagur, 19. nóvember 2014
Öryrkjar í einelti
Öryrkjar sem leggja tilgreinda þingmenn í einelti með sérstökum auglýsingaárásum gera sjálfum sér mestan skaða. Tilburðir til að skaða orðspor einstakra þingmanna mun ekki afla öryrkjum stuðnings, hvorki meðal annarra þingmanna né almennings.
Öryrkjum fer það illa að deila og drottna og ættu að biðjast afsökunar á dómgreindarlausum auglýsingaárásum á nafngreinda þingmenn.
Öllum getur orðið á og eiga leiðréttingu orða sinna. Pétur og Vigdís eru ábyggilega tilbúin að taka afsökunarbeiðni öryrkja til greina.
Milljónir til að sverta þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kannski hjálpar þessi skrif mín þér til þess að skilja betur stöðu öryrkja og af hverju þessar aðgerðir voru notaðar sem þú skrifar "Öryrkjar sem leggja tilgreinda þingmenn í einelti" => http://maggiraggi.blog.is/blog/maggiraggi/entry/1512521/
Og þegar þú ert búinn að fara yfir þessi skrif mín á minni blog síðu, þá ertu velkominn til að segja þinn hug hvort ég sem er því miður einn af þessum öryrkjum sem þú virðist stimpla að sé að leggja Pétur og Vigdís í einelti. Því hverjir eru að leggja hvorn í einelti, við öryrkjar eða stjórnvöldin sem hafa farið illa með lágtekjufólk sem verðskulda ekki það einelti sem stjórnvöld veita þeim hverju sinni?
Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 19.11.2014 kl. 20:16
Öllum getur orðið á og eiga leiðréttingu orða sinna. Pétur og Vigdís eru ábyggilega tilbúin að taka afsökunarbeiðni öryrkja til greina.
Þú meinar afsökunum öryrkjabandalagsins. Þeir tala ekkert fyrir alla öryrkja.
Málefnin (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 20:48
Ég vísa hér í vin minn Svavar Knút sem þekkir einelti mjög vel á eigin skinni.
Ég hef heyrt orðið "Einelti" notað dálítið í sambandi við Hönnu Birnu málið.
Sem fyrrum þolanda eineltis rennur mér blóðið til skyldunnar að árétta eitt.
Fólk er að krefjast þess að manneskja sem ekki er tæk í ákveðið starf segi af sér úr því starfi, þar sem hún veldur ekki ábyrgðinni og hefur brugðist henni.
Það er ekki einelti.
Ef Hanna Birna myndi segja af sér núna, þá fengi hún klapp á bakið, við myndum öll segja: "Vel af sér vikið, þú ert búin að setja gott fordæmi, þó seint hafi verið." Fólk myndi steinhætta að beina röddum sínum og orku að henni. Málið væri búið.
Það er ekki einelti.
Einelti væri meira svona ef einhver valdalítill einstaklingur, bara svona manneskja á gólfinu, væri það dónalegur að segja skoðun sína og mótmæla vondum hlut í ræðu eða riti og síðan myndu ákveðnir aðilar ekki leyfa því að sitja, heldur hömuðust við það vikum og mánuðum saman og jafnvel framvegis að pota í og gera lítið úr persónu viðkomandi, afskræma og hæða og ekki hætta fyrr en þeir væru fullvissir um að viðkomandi hefði sig ekki í frammi aftur.
Spörkuðu jafnvel einu sinni enn, bara svona til vonar og vara.
Það væri einelti.
Svona svo það sé á hreinu.
Einelti nefnilega flæðir niður frá hinum valdameiri til hinna valdaminni. Það flæðir ekki upp.
Sjálfur hef ég orðið fyrir einelti sem barn og unglingur og það hefur líka hent sig eftir að ég varð fullorðinn, en það einelti sem ég verð fyrir í dag sem öryrki er algerlega alþingismönnum og ráðherrum að kenna.
Það geta allir öryrkjar kvittað undir með góðri samvisku.
Jack Daniel's, 19.11.2014 kl. 21:10
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Páll !
Enn - sem oftar: rennir þú blint í Sjóinn / með þessum fljótfærnislegu ályktunum þínum - síðuhafi góður.
Sjálfur - þekki ég ekki til örorkunnar tilveru en ...... sýnist mér fremur / sem þeir Magnús Ragnar og Jack Daniel´s segi ekki neinum ofsögum af viðmóti sem viðmóti margra:: þ.m.t. Péturs H. Blöndal og Vigdísar Hauksdóttur í garð þess fólks sem örorku þarf að lúta - af mismunandi ástæðum.
Pátur / Vigdís og aðrir FIMBULFAMBAR af stjórnmálanna meiði - eiga fyrir allri þeirri gagnrýni sem á þau er borin - fólk:: sem er þvaðrandi alls lags loforða gjálfur ú í 1 / árunum og áratugunum saman - á sama tíma og þau moka þægindunum og hvers konar fríðindum - undir eigin bakhluta.
Tökum frekar mark - á þeim Magnúsi Ragnari og Jack - Páll minn.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - samt sem áður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 22:39
Afsakið - meinlegar ritvillurnar / í texta mínum á stöku stöðum.
ÓHH
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2014 kl. 22:56
Óskar Helgi Helgason, takk fyrir þinn skilning og stuðning. Því óskandi væri gaman að stjórnvöld kynnu þessa kúnst, að virða sína þjóð í heiðarleik og virðingu :-)
Kær vonar kveðja til betri framtíða,
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 20.11.2014 kl. 02:10
Jack - þú hlýtur að vera að grínast með þetta innlegg þitt ? Páll síðuhafi hefur rétt fyrir sér. Skoðið rökstuðninginn og haldið ekki leppum við augun að kláthesta sið.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.11.2014 kl. 09:52
Afsakið flýtivilluna áðan - „að dráttarklára sið“ átti að standa í lokin í lok síðasta innleggs míns.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.11.2014 kl. 09:53
Páll þekkir augljóslega ekki hugtakið einelti
Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 20.11.2014 kl. 18:38
Þann 29 Október 2013, þá skrifaði ég þessa blog grein => http://maggiraggi.blog.is/blog/maggiraggi/entry/1323401/, sem sínir, frá þeim tíma, þá hefur lítið batnað og breyst upp að okkar dögum, því við ("Öryrkjar sem leggja tilgreinda þingmenn í einelti" - einsog þú orðar það) erum enn í einelti, stjórnvöldunum til háborinnar skammar :-(
Magnús Ragnar (Maggi Raggi)., 20.11.2014 kl. 19:41
Predikari, rökstyddu svar þitt.
Ég gerði það með tilvísuninni í Svavar og þetta er bara staðreynd.
Páll er orðinn að athlægi allra sem eru með greind yfir frostmarki og þeir sem taka undir með þessu viðrini er samstundis stimplaðir siðblindir af öllu almennilegu fólki.
Það vita allir að Páll er ekkert annað en málpípa Dabba, LÍÚ klíkunar og varðhundur lygana.
Jack Daniel's, 21.11.2014 kl. 12:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.