Umboðsmaður lekur en engin rannsókn

Umboðsmaður alþingis er uppvís að leka frá embættinu þar sem komst í fréttir Stöðvar 2

Umboðsmaður alþingis, Tryggvi Gunnarsson neitar lekanum með sérstakri yfirlýsingu. Þótt Tryggvi sjálfur sé ekki lekamaðurinn er augljóst að einhver innan embættisins lak upplýsingum um rannsóknina til Stöðvar 2.

Stóralvarlegt mál er þegar opinber embætti leka upplýsingum um starfsemi sína til fjölmiðla og varða við fangelsisvist, samkvæmt nýlegum dómafordæmum.

Hvað líður rannsókn á leka Umboðsmanns alþingis?


mbl.is Niðurstöðu umboðsmanns seinkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er hrapað að röngum ályktunum.

Langlíklegasta skýringin er auðvitað sú að Stöð 2 hafi skáldað fréttina. Það þarf enga samsæriskenningu til að útskýra það, heldur útskýrist það einfaldlega af því um fréttastofu Stöðvar 2 er að ræða.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.11.2014 kl. 16:50

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Páll minn, þú flaskar hér á grundvallaratriðum, enn og aftur. Þú segir "[s]tóralvarlegt mál er þegar opinber embætti leka upplýsingum um starfsemi sína".

Nei. Svo er almennt ekki. Það er stóralvarlegt ef opinber embætti leka trúnaðarupplýsingum.

Skeggi Skaftason, 19.11.2014 kl. 17:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband