Jeppaforstjóri vinstrimanna

Jeppaforstjóri Strætó bs. eyðilagði jeppa opinbera fyrirtækisins í akstri utan vega og keypti annan á meira en tíu milljónir sem hann varð að skila eftir að málið komst í hámæli. Jeppaforstjórinn situr í skjóli borgarstjóra Samfylkingar og vinstrimanna, Dags B. Eggertssonar.

Eina stjórnmálaaflið í borgarstjórn sem vill taka á málum jeppaforstjórans er Framsóknflokkurinn sem leggur til að ráðningarsamningi forstjórans verði sagt upp.

Jeppaforstjórinn situr sem fastast og hyggst ekki afsala sér ,,hlunnindum". Nei, vitanlega ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Rétt að benda á að Reykjavík á ekki Strætó byggðasamlag ein. Það eru Kópavogu, Hafnafjörður, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjarnarnes  sem eiga Strætó. Og sýnist að hann hafi verið ráðinn þegar Ármann Kr. bæjastjori í Kópavogi var formaður stjórnar strætó! Og nú er formaður stjórar einhver frá Mosfellsbæ.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.11.2014 kl. 12:29

2 Smámynd: Jack Daniel's

Magnús, ég man ekki betur en Reynir hafi verið ráðinn í borgarstjórnartíð Villa og sjallaflokksins.
Fer þá vel á því að Páll hreyti í hann skömmum.

Jack Daniel's, 19.11.2014 kl. 21:06

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú skriplaði blaðamaðurinn Páll á skötu. Forstjóri ráðinn í tíð gamla góða Villa og í vinnu hjá allskonar meirihlutum á höfuðborgarsvæðinu.   Páll, þú verður að passa að skotið hlaupi ekki aftur úr byssunni eins og núna  tongue-out

Jón Ingi Cæsarsson, 20.11.2014 kl. 07:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband