Miðvikudagur, 19. nóvember 2014
Læknar með tapaða stöðu
Læknar láta ekki uppi launakröfur sinar. Þeir gefa heldur ekki upp meðallaunin; af tekjublaði Frjálsrar verslunar má ráða að læknar eru hálaunastétt með mánaðartekjur á aðra og þriðju milljón króna.
Læknar segjast fá betur borgað á Norðurlöndum en það getur ekki verið innlegg í kjaraumræðu á Íslandi.
Læknum hefur mistekist að sýna fram á réttmæti þess að þeir fái meiri launahækkun en almennt gengur og gerist í samfélaginu. Svo einfalt er málið.
Ekki þjóðarsátt um tiltekinn hóp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.