Valdefling DV og RÚV - æra blaðamanns

Stóra lekamálið er rekið af mestu offorsi af DV og RÚV. Leiðari DV í dag tekur af öll tvímæli að blaðið telur sig þess umkomið að ákveða hverjir skulu ráðherrar á Íslandi og hverjir ekki. Ritstjóri DV er nýkominn til starfa frá RÚV sem fylgir eftir DV í málinu, oft með hálfkveðnum vísum og slúðri

Ritstjóri DV teflir fram tveim blaðamönnum sem riddurum sannleikans í stóra lekamálinu, sem snýst jú um leka á ,,viðkvæmum persónuupplýsingum" úr innanríkisráðuneyti, eins og segir í dómi héraðsdóms.

Annar blaðamannanna sem ritstjóri DV flaggar, Jón Bjarki Magnússon, er nýverið í tvígang dæmdur í Hæstarétti Íslands fyrir ærumeiðingar, sjá hér og hér.

Setjum málin í rétt samhengi:

Gísli Freyr Valdórsson er dæmdur í héraðsdómi fyrir að bera út viðkvæmar persónuupplýsingar. Hann fær fangelsisdóm, missir vinnuna og er úthrópaður í samfélaginu. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður DV er dæmdur ærumorðingi í Hæstarétti, ekki einu sinni heldur tvisvar. Hann er hvorki rekinn úr starfi né krafinn um opinbera afsökunarbeiðni. Nei, þvert á móti, ærumorðingi DV er gerður að alþýðuhetju.

Afsakið meðan ég æli.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldinn

Er ekki komið í ljós að það sem DV skrifaði var að mestu rétt og satt.  Aftur á móti hafa þín skrif mest verið bölvað bull en skíringin er kanski komin þar sem þú varst með ælupest

Baldinn, 14.11.2014 kl. 14:36

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

 Baldinn, þú ert ómerkingur sem ekki þorir að koma fram undir nafni. Skammastu þín.

Páll Vilhjálmsson, 14.11.2014 kl. 14:58

3 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Baldinn, þú ert búinn að koma Páli úr jafnvægi. En honum fer svolítið vel að vera svona æstur.

Einn góðan koss svo getið þið sæst á ný.

Við brúsaspallinn fyrirgefst mörg sökin.

En komdu endilega fram undir nafni, Baldinn.  

Wilhelm Emilsson, 14.11.2014 kl. 18:08

4 identicon

Já Páll, samfélagið er tilbúið að sætta sig við ýmislegt til þess að flórnum er mokað einstaka sinnum út úr þjóðfélaginu.

Er ritstjóri Morgunblaðsins ekki líka dæmdur ærumorðingi annars?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.11.2014 kl. 21:49

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Ég veit ekki hvað ég er búin að líta hér oft inn,til að kanna hvort einhver hefði lýst einstaklega froðu,heppnum athugasemdum. 
 

Helga Kristjánsdóttir, 15.11.2014 kl. 03:01

6 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Páll - hugleysingjarnir sem þora ekki að koma fram undir nafni eru eki svaraverðir. Þegar fólk gerir slíkt þá skammast það sín fyrir skoðanir sínar eða skrifar þvert á þær. - undarlega innrætt lið.

Vilhelm - rúsa SPALLINN ?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2014 kl. 02:54

7 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

gerði sjálfur innsláttarvillur -  eki á að vera ekki ´- rúsa SPALLINN á að vera brúsa SPALLINN 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 17.11.2014 kl. 02:57

8 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ekkert mál, Ólafur Ingi. Já, þetta átti að vera „brúsapallinn" hjá mér!

Wilhelm Emilsson, 17.11.2014 kl. 03:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband