Leki hjá umboðsmanni alþingis

Einhver lak upplýsingum frá umboðsmanni alþingis um yfirstandandi rannsókn á samskiptum innanríkisráðherra og lögreglustjóra. Stöð 2 greindi frá lekanum í fréttum.

Umboðsmaður alþingis, Tryggvi Gunnarsson, þrætir fyrri lekann, bæði í viðtali við mbl.is og með sérstakri yfirlýsingu. Þótt Tryggvi sjálfur sé ekki lekamaðurinn þá er augljóst að einhver innan embættisins lak upplýsingum um rannsóknina.

Stóralvarlegt mál er þegar opinber embætti leka upplýsingum um starfsemi sína til fjölmiðla. Nýleg dómafordæmi sýna að opinberir starfsmenn eru dæmdir til fangelsis leki þeir upplýsingum.

Innanhússrannsókn hlýtur að standa yfir hjá umboðsmanni alþingis um hver lak trúnaðarupplýsingum til fjölmiðla. Ef sá seki er ekki fundinn hlýtur að koma til opinber rannsókn á lekanum og er nærtækast að ríkissaksóknari hlutist til um það mál.

Ekki verður við það unað að starfsmenn útvalinna stofnana samfélagsins komist upp með að leka upplýsingum til fjölmiðla á meðan aðrir starfsmenn annarra stofnana eru hundeltir og stefnt fyrir dóm ef upp kemst.

Lekann hjá umboðsmanni alþingis þarf að upplýsa og láta þann seka sæta viðeigandi viðurlögum.

 

 

 


mbl.is Hefur ekki enn komist að niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Þú ert harður af þér Páll, þurftir þú ekki að bíta á jaxlinn við að skrifa þessa færslu?

Sennilega hefur einhver hent óafvitandi einhverju krumpuðu skjali í ruslfötuna og komist í hendur óvandraðar, maður veit aldrei.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.11.2014 kl. 11:03

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Ertu illa meðvirkur Þorsteinn H ?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.11.2014 kl. 11:29

3 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Pretirkarinn,eigi veit ég það, er bara hér til að skemmta mér. En af hverju heldur þú að ég sé meðvirkur,viltu skýra það út fyrir mér?

Þorsteinn H. Gunnarsson, 14.11.2014 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband