Fimmtudagur, 13. nóvember 2014
RÚV slúðrar um Hönnu Birnu
Í hádegisfréttum í dag skáldar RÚV upp ummæli þingmanna, sem ekki eru nafngreindir, um stöðu innanríkisráðherra.
Í ljósi stöðutöku RÚV í lekamálinu, þar sem ekki er sögð nema hálf sagan, þá er einboðið að RÚV stundar spuna en ekki fréttamennsku.
Skáldfréttir RÚV eru ósamboðnar þjóðarútvarpi.
Athugasemdir
Ekkert nýtt frá þeim vígstöðvum.
FORNLEIFUR, 13.11.2014 kl. 15:43
Páll minn,
er þá ekkert að marka heimildamenn sem ekki vilja láta nafns síns getið? Var það þannig þegar þú varst blaðamaður? Ekki þegar ég var ritstjóri ...
Skeggi Skaftason, 13.11.2014 kl. 21:22
Er ekki hlutleysi boðað í regluverki RÚV.--Sigmar var óvenju spakur sem spyrjandi Kastljóss í kvöld.-- Einhver fór einhventíma að siga spyrlunum á stjórnmálamenn,töldu þá of lina við að fá ráðamenn til að svara.-- Eins og títt er um fólk með stjórnina í hendi sér (hér í settinu) lögðu þeir í atlögur sem líktust helst yfirherslu lögreglu,yfir glæpamanni/um. Spyrja ofan í svör æ oní æ! Hlustendur eru miklu áhugasamari og eiga rétt á því að fá að heyra svör svarenda.Annars fer bara sllt fyrir ofan garð og neðan,nema hjá einstaka sem,gerir kröfur um að ljúka máli sínu,jafnvel svarar ekki fyrr,eins og gerðist þegar sjallakratinn,Gísli Marteinn ætlaði að kaffæra Sigmund,spaugilegt. Það kemur að því að mótmæli verði fyrir utan "Hofið" í Efstaleiti.
Helga Kristjánsdóttir, 14.11.2014 kl. 06:50
Össur Skeggi, nafnlausar heimildir þurfa að vera um eitthvað annað en nafnlausar prívatskoðanir til að teljast marktækar. Á Þjóðviljaárunum þínum var þetta vitanlega með öðrum brag. En Þjóðviljinn er ekki beinlínis háborg blaðamennskunnar.
Páll Vilhjálmsson, 14.11.2014 kl. 14:28
Athyglisvert hvernig Össur Skarphéðinsson hefur afhjúpað sig hér og á annarri vefsíðu Páls sem vefritarann andkirkjulega Skeggja Skaftason, sem hefur margsinis verið að rífast í mér og öðrum trúuðum á Moggablogginu, m.a. Predikaranum, Mofa (Halldóri Magnússyni) o.fl., með ýmissi endemis þvælu.
Jón Valur Jensson, 15.11.2014 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.