Fimmtudagur, 13. nóvember 2014
Byggjum nýjan spítala með leiðréttingunni
Stjórnmálamenn, sem margir hverjir sóttum og fengu leiðréttingu, eiga þann leik að afþakka leiðréttinguna og taka áskorun hjónanna Hörpu Karlsdóttur og Marinós G. Njálssonar um að láta féð renna til nýs spítala.
Vilji er allt sem þarf; stjórnvöld eiga þess kost að búa svo um hnútana að fé sem fólk fær með leiðréttingunni, en sækir ekki, renni til uppbyggingar heilbrigðiskerfisins.
Stjórnmálamenn, einkum í stjórnarandstöðunni, sem tala hátt um ranga forgangsröðun fá þannig tækifæri til að sýna vilja sinn í verki.
Greiða þarf af lánunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvar er umræðan um samgöngumannvirkin?
Hvar er kostnaðaráætlunin um Öskjuhlíðargöng?
Hvar eru umferðarútreikningarnir?
Hvenær eru áætluð verklok á Öskjuhlíðargöngum?
Hver á að fjármagna mannvirkin?
Á Hlíðarfótur sem er þegar stíflaður frá HR að anna umferðinni frá Landspítala og nýja Hlíðarenda hverfinu?
Hvar er umhverfismatið?
Er jarðgangaskipulag Reykjavíkurborgar kannski tóm þvæla?
Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með nýjum Landspítala og samgöngumiðstöð á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.
Sturla Snorrason, 13.11.2014 kl. 08:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.