Miðvikudagur, 12. nóvember 2014
RÚV lýgur með þögninni
Í hvorugum aðalfréttatímum í kvöld sagði RÚV frá þeirri dómsniðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur að Hanna Birna Kristjánsdóttir væri sýkn saka í lekamálinu. Eins og kom fram í frétt mbl.is í dag segir þetta í dómsorðum
Í minnisblaðinu, sem ákærði kom á framfæri við fjölmiðla, var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar eins og í ákærunni greinir. Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.
Orðalagið að Gísli Freyr hafi hvorki ,,aflað sér eða öðrum óréttmæts ávinnings" er yfirlýsing um að Hanna Birna hafi enga hagsmuni haft af broti Gísla Freys.
Og hvers vegna ætli RÚV segi ekkert frá þessu atriði í dómsorðum héraðsdóms? Jú, vegna þess að það kippir stoðunum undan þeim málflutningi RÚV að Hanna Birna eigi að segja af sér.
Hanna Birna á vissan hátt fórnarlamb | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágæti Páll.
Hér misskilur þú málið. Orðalagið þarn er ALLS EKKI "yfirlýsing um að Hanna Birna hafi enga hagsmuni haft af broti Gísla Freys". Orðalagið þarna segir að Gísli er ekki fundinn sekur um að hafa gert þetta til að afla sér eða Hönnu Birnu óréttmæts ávinnings.
Hvort hún hafði, eða hefði getað haft, ávinning af brotinu er svo allt annað mál.
Hanna Birna sjálf var ekki ákærð, svo hún var hvorki fundi sek né sýknuð í þesum dómi.
Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 20:38
Skeggi þu ert greinilega einn þeirra sem féllu á PISA prófinu - getur ekki lesið þér til gagns.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2014 kl. 20:45
Það er búið að benda þér á það Páll að Héraðsdómur getur ekki sýknt þá sem ekki eru ákærðir.
Þorsteinn H. Gunnarsson, 12.11.2014 kl. 21:15
Predikari, þú vanvirðir kristna krossinn í prófílmyndinni þinni með þínum endalausu persónuárásum og ómálefnalegu athugasemdum. Í Drottins nafni, reyndu að vanda málflutning þinn betur.
Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 21:24
Skeggi - ég bendi einungis á hiðaugljósa sem þú opinberar í skrifum þínum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2014 kl. 21:35
Orðalagið í dómsorði
Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings
segir beinlínis að ákæruvaldið hafi reynt að sýna fram á að Gísli og e.t.v. einhver annar, og þá kemur ráðherra helst til greina, hafi reynt að ná fram óréttmætum ávinningi. En dómarinn telur að ákæruvaldinu hafi ekki tekist það ætlunarverk sitt.
Kunna ekki allir íslensku?
Páll Vilhjálmsson, 12.11.2014 kl. 21:50
Hvað er það sem er augljóst, Predikari?
Mér finnst samt að þú eigir ekki að flagga tákni frelsara vors Jesúm Krists, þegar þú stendur í svona skítkasti.
Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 21:52
Skeggi - Lestu það sem Páll skrifaði fyrr, sem og nú á undan síðasta innleggi þínu.
Lestu það bara verulega oft - það gæti orðið þér til gagns.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 12.11.2014 kl. 21:57
Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings
Hvar kemur Hanna Birna inn í þetta??
Páll, flettu upp hvað hugtakið "sýkn saka" þýðir.
Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 22:25
Það er sérstakt afrek að ná að lesa sýknu eins út úr sakfellingardómi annars.
Guðmundur Ásgeirsson, 12.11.2014 kl. 22:57
Jafnvel þó svo dómurinn hefði fallist á að sá ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla Hönnu Birnu óréttmæts ávinnings, þá hefði það ekki verið dómur um sekt hennar, enda ekki verið að ákæra hana. Slíkt hefði einungis verið vísbending um sekt Hönnu Birnu EF hún hefði verið vitorðsmaður Gísla.
Páll er kannski einn þeirra sem trúir því að Hanna Birna hafi vitað af þessu allan tíman?
Skeggi Skaftason, 12.11.2014 kl. 23:04
Skeggi! Leggðu fyrir alla muni háðsglósur þínar um krossinn, tákn okkar kristinna manna niður þær meiða.
Helga Kristjánsdóttir, 12.11.2014 kl. 23:29
Haha Páll nær alveg nýjum hæðum hér í að lesa á milli línanna. Af hverju ætti Rúv að segja frá hlutum sem gerðust aldrei þ.e. segja frá dómara að leggja mat á sekt eða sakleysi HB? Þetta gæti verið ekki frétt. Frétt af atburði sem aldrei gerðist.
Kommentarinn, 12.11.2014 kl. 23:36
Þú sleppir sjálfur orðunum "...í því skyni að afla sér..." sem eru framan við orðin um ávinning hans eða annarra."
Dómsorðin kveða ekkert á um það að hvorki hann né aðrir hafi haft ávinning að lekanum.
Ég hef verið að leita að því á fréttamiðlum hvort einhverjir fjölmiðlar hafi sagt frá því að Héraðsdómur kveðið upp þann dóm að Hanna Birna væri sýkn saka og sé slíku hvergi haldið fram.
Sé, svo, ljúga allir fjölmiðlar því sama og RUV, væntanlega vegna þess að þeir vilja koma Hönnu Birnu frá, - eða hvað?
Eru engin takmörk fyrir því hve langt er hægt að seilast í stanslausum óhróðri um RUV?
Ómar Ragnarsson, 13.11.2014 kl. 00:27
Ómar, þú segir ,,Dómsorðin kveða ekkert á um það að hvorki hann né aðrir hafi haft ávinning að lekanum." Þetta er beinlínis rangt hjá þér.
Í efnisgrein dómsins, sem hér er til umræðu segir í heild
Við ákvörðun refsingar verður haft í huga að ákærði játaði ekki brot sitt fyrr en komið var að aðalmeðferð og eftir að komið höfðu fram ný gögn í málinu. Í minnisblaðinu, sem ákærði kom á framfæri við fjölmiðla, var að finna viðkvæmar persónuupplýsingar eins og í ákærunni greinir. Hins vegar er ekki fallist á að sýnt hafi verið fram á að ákærði hafi komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars. Þá hefur ákærði hreint sakavottorð. Samkvæmt þessu verður refsing ákærða ákveðin 8 mánaða fangelsi sem bundin skal skilorði eins og í dómsorði greinir.
Ég feitletra þar sem skiptir máli í þessari umræðu hér, að dómarinn segir beinlínis að ekki hafi verið um ávinning að ræða, hvorki fyrir Gísla Frey né aðra.
Þegar enginn ávinningur er af broti Gísla Frey, hvorki hans né annarra, er rökrétt ályktun af orðum dómara að Hanna Birna hafi ekki hagnast af brotinu.
Hlekkur á dóminn sjálfan er hér að neðan.
http://www.domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=S201400651&Domur=2&type=1&Serial=1&Words=
Páll Vilhjálmsson, 13.11.2014 kl. 08:37
Páll. Þú misskilur viljandi þetta mál. Ómar hefur rétt fyrir sér.
Skeggi Skaftason, 13.11.2014 kl. 09:10
Össur, þér er hjartanlega sama um rétt og rangt og hvað stendur í niðurstöðu dómsins enda ertu pólitíkus og ómerkilegur eftir því.
Páll Vilhjálmsson, 13.11.2014 kl. 09:17
Það er ekki nóg að lesa bara niðurstöðuna.
Í yfirskrift dómsins stendur að um sé að ræða mál ákæruvaldsins gegn Gísla Frey Valdórssyni, en ekki Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.
Auk þess er niðurstaðan ekki sýkna heldur sakfelling.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.11.2014 kl. 13:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.