Miðvikudagur, 12. nóvember 2014
Forseti ASÍ gengur í barndóm
Aðeins fávitar trúa því að launaskrið á Íslandi byrji á gólfinu og haldi þar áfram upp í topp. Allir sem minnsta skynbragð hafa á launaþróun vita að forstjórarnir ryðja brautina í launakröfum, millistjórnendur koma þar á eftir og svo koll af kolli þangað til kemur að skúringarfólkinu - en þá er oft fjarska lítið eftir.
Forstjórarnir semja um sín laun við stjórnir fyrirtækja sem skipaðar eru eigendum eða fulltrúum þeirra. Verkalýðshreyfingin á í gegnum lífeyrissjóðina tæplega helminginn i stærstu fyrirtækjum landsins.
Verkalýðshreyfingin hefur í hendi sér að móta launastefnu gagnvart forstjórum sem gæfi tóninn í launamálum almennt.
En forseti ASÍ gengur í barndóm þegar kemur að því að skilja hvernig kaupin gerast á eyrinni í launamálum fyrirtækja. Hann segir lífeyrissjóðina ,,bara Íslendinga" og hljómar eins og það sé sérstakt viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar að velja fávita í stjórnir fyrirtækja sem skilja ekki einföldustu atriði í fyrirtækjarekstri.
Verkalýðshreyfingin getur ekki afsalað sér ábyrgð á eignarhaldi sínu á lífeyrissjóðum. Og verkalýðshreyfingin getur heldur ekki þvegið hendur sínar af ábyrgðinni sem fylgir því að eiga helminginn af stærstu fyrirtækjum landsins.
Ef enginn tekur snuðið úr munni forseta ASÍ er eins gott að leggja af Alþýðusamband Íslands, þar starfa jú ,,bara Íslendingar."
Nýr sparnaður fari úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.