Þriðjudagur, 11. nóvember 2014
Læknar, prófessorar og samfélagið
Eins og læknar neita prófessorar að gefa upp launakröfur sínar. Eins og læknar bera prófessorar sig saman við útlönd í launakröfum.Eins og læknar eru prófessorar áskrifendur að launum úr sameiginlegum sjóði okkar allra, ríkissjóði.
Læknar og prófessorar ætlast til að við samþykkjum óútfyllta ávísun til þeirra.
Læknar og prófessorar telja sig hafna yfir íslenskt samfélag.
Við eigum vitanlega að skella hurðinni á svona fólk.
Það er ókyrrð í fólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég hélt að við værum búin að skella nóg hurðinni á lækna þannig að landflótti þeirra er afleiðingin, en nú sýnast sumir vilja bæta um betur.
Ómar Ragnarsson, 11.11.2014 kl. 17:38
Ómar, ég kalla það ekki landflótta þótt læknar eða aðrir fari úr landi til náms og starfa. Fólk hefur gott af því að hleypa heimdraganum og sækja sér reynslu til útlanda. Þetta hefur verið gert frá landnámsöld.
Páll Vilhjálmsson, 11.11.2014 kl. 20:31
Er ekki sjálfsagt að þeir beri sig saman við útlönd,ef þeir þá miði við þjóðartekur?
Hildur Guðlaugsdóttir, 13.11.2014 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.