1001. fundur bæjarráðs Reykjanesbæjar

Reykjanesbær er gjaldþrota, þökk sé Árna Sigfússyni fráfarandi bæjarstjóra og bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Víðtækur niðurskurður er boðaður til að rétta af fjárhag bæjarins, m.a. launalækkun bæjarstarfsmanna.

Á fundi bæjarráðs í vikunni lagði áheyrnarfulltrúi fram þessa tillögu

Legg til að frá og með 1. janúar 2015 falli föst laun bæjarráðsmanna niður og einungis verði greitt fyrir setu á stökum fundum bæjarráðs. Þessi skipan mála verði allt þar til skuldahlutfall bæjarsjóðs komist undir 150%. Þetta gæti verið táknrænt framtak bæjarráðs til þeirra aðgerða sem framundan eru og um leið sparað 28,5 milljónir á kjörtímabilinu.
Tillagan felld með 5-0.

Árni Sigfússon var einn þeirra sem greiddi atkvæði gegn tillögunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband