Laugardagur, 8. nóvember 2014
Forstjórafrekjan og friðurinn á vinnumarkaði
Við hrunið sló á forstjórafrekjuna sem útrásin fóstraði. Á síðustu misserum virðist þessi frekja vaxa á ný.
Forstjórafrekjan lýsir sér í sjálftekt í launum og starfskjörum. Að forstjóri í opinberu fyrirtæki geti keypt handa sér jeppa á annan tug milljóna er fáheyrt.
Það er á ábyrgð stjóra fyrirtækja, bæði opinberra og einkafyrirtækja, að halda aftur af forstjórafrekjunni. Gangi hún laus er úti um friðinn á vinnumarkaði.
Strætó skilar bíl framkvæmdastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Almenn (lesist:venjuleg) einkafyrirtæki geta ekki leyft sér slíkan munað. Aðeins þau sem eru opinber og/eða lífeyrissjóðatengd.
Kolbrún Hilmars, 8.11.2014 kl. 16:29
Það er nú reyndar furðulegt að þessi framkvæmdastjóri skuli fá að gegna þessu starfi sem hann er greinilega engan veginn fær um. Fær sér milljóna jeppa á kostnað almennings án þess að hafa til þess heimild frá yfirstjórn fyrirtækisins. Þetta er sjálftaka verðmæta og heitir á góðri íslensku þjófnaður!
corvus corax, 8.11.2014 kl. 21:52
Kannski hefði mátt deila þeirri upphæð sem forstjórinn gaf fyrir bílinn til þeirra fyrirtækja sem reka bílana sem aka fyrir strætó. Hugsanlega gætu þá þessi fyrirtæi haft efni á að kaupa ljósaperur í bílana sem notaðir eru til verksins. Þá þyrfti maður ekki að mæta Akranesstrætónum nánast ljóslausum, í svarta myrkri á morgnana.
Gunnar Heiðarsson, 9.11.2014 kl. 08:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.