Laugardagur, 8. nóvember 2014
Áfengisfrumvarp er vanhugsað
Ef áfengi væri fundið upp í dag yrði það flokkað sem eiturlyf og hvergi selt löglega. En áfengi hefur fylgt manninum frá örófi alda og lýtur ólíkum skráðum og óskráðum reglum frá samfélagi til samfélags.
Á Íslandi reyndum við áfengisbann á síðustu öld, líkt og ýmis önnur vestræn samfélög. Banninu var hnekkt og við þróuðum verslun með áfengi á líkum nótum og Norðurlönd, með ríkiseinkasölu.
Ríkiseinkasala áfengis tryggir aðgengi að áfengi samtímis sem hamlað er gegn því að áfengi verið dagleg neysluvara.
Fyrirkomulag áfengissölunnar er þrautreynt og reynslan sýnir að það virkar. Áfengisfrumvarpið er vanhugsað.
Hefur verulegar áhyggjur af áfengisfrumvarpi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Páll ég vil meina að umræðan sé á villigötu og hentugt fyrir ÁTVR að setja þetta svona upp...
Að það sé vandamál unga-fólksins okkar sem hefur ekki einu-sinni náð aldri í að versla áfengi sé svo mikið fyrir að breytingar megi ekki gera...
Hefur það hvarflað að einhverjum að eins og þetta er í dag þá er það kannski partur af vandanum...
Það þarf að taka þessa umræðu öðruvísi og meira af samfélagslegri ábyrgð, öðruvísi umræða þarf að koma inn á heimilin og skólana tel ég ef það á virkilega að taka á þessu vandamáli varðandi unglingana og áfengi. Að halda því fram að vegna unglingana sem hafa ekki aldur fyrir til að versla áfengi sé ekki hægt að gera breytingar á þessari löggjöf, er villu umræða frá raunverulegu vandamáli sem þarf öðruvísi meðferð verð ég bara að segja.
Kv.góð
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2014 kl. 11:34
Páll, þegar ég var í grunnskóla að þá áttu félagar mínir sem að vildu drekka ekkert erfit með það að redda sér áfengi. Eða síggó. Þetta tal um aukið aðgengi er bara bull.
Þó er ég reyndar samt sammála því að ekki eigi að einkavæða þetta, en frekar út af því að þá held ég að úrval minnka og verð hækka.
Málefnin (IP-tala skráð) 8.11.2014 kl. 16:07
Það að "félag hilluplásshafa hjá ÁTVR" sé á móti frumvarpinu er góð meðmæli með því.
Steinarr Kr. , 8.11.2014 kl. 16:51
Þó það megi kannski segja aö ákveðið frelsi fylgi því að geta keypt léttvín með matnum þá held ég að þetta geti haft skaðvæn áhrif fyrir unga fólkið. Fyrir verslanir þýðir það að hugsanlega þurfa þau að endurskoða mannahald, þar sem lögin kveða á um að fólk yngra en 18 ára má ekki afgreiða áfengi - ef ég man þetta rétt. Þetta er að sjálfsögðu frelsi en sem er reyndar ekkert sjálfsagt. Eigum við ekki að láta frekar unga fólkið njóta vafans?
Jósef Smári Ásmundsson, 8.11.2014 kl. 17:46
Ég þarf að spyrja alla hérna: hvernig eru íslendingar öðruvísu en til dæmis ítalir?
Hvaða rasismi er þetta eiginlega í öllum?
Ásgrímur Hartmannsson, 8.11.2014 kl. 18:56
Held að menn þurfi að hætta þessum fornaldarhugsunarhætti.
ef að áfengi sé einskorðað við verslanir eins og ÁTVR (Vínbúð), og háð einhverjum hömlum eins og verið hefur (verðlag og fáar verslanir), er ávísun lögbrot.
Lögbrotið er það sama og þektist á bannárunum, undirheimasalan. Fólk fer að framleiða heima hjá sér í stórum stíl, eða smygla, og selja. Ef við hinsvegar gerum áfengið aðgengilegra og höfum það á hóflegu verði (hvað svosem það er), þá minkum við hættuna á undirheimasölu.
Það er ekkert mál að hafa söluna á svipuðum nótum og gert er í Noregi, sjálfsagt víðar. En þar var það þegar ég bjó þar, þannig að bjór sem seldur var í dagvöruverslunum var girtur af klukkan 1800 að mig minnir, og lokað fyrir sölu þar til daginn eftir. Um helgar var ekki seldur bjór svo menn þurftu að vera búnir að byrgja sig upp fyrir helgarnar.
Ef þetta væri svona hér þá sé ég ekkert vandamál við að lyfa sölu á léttari drykkjum í dagvöruverslunum. Vandamálið sem ég sé er ef salan væri alla daga (allan sólahringinn í sumum), enda væri stöðugt rennerí eftir drykkjarföngum og fylgjandi kostnaður þar með (öryggisgæsla & annað starfsfólk).
Best væri að vera með söluna á virkum dögum og þá takmarkaðann tíma dagsins.
Með kveðju
Ólafur Björn Ólafsson, 8.11.2014 kl. 19:21
Það væri langsniðugast að bara banna og banna að hætti Steingríms VG. Við værum þá komin alveg aftur í steinöld.
Elle_, 9.11.2014 kl. 01:00
Hvi ekki ad senda maedur heim af faedingardeildinni med raudvinskut handa króganum? Hvar vill fólk ad "Frelsid" endi?
Halldór Egill Guðnason, 9.11.2014 kl. 06:04
Frelsið endar bara eins og í venjulegum löndum. Glæpamenn á Íslandi mættu líka vera með minna frelsi en fá vanalega hlægilega dóma. Þar er ekki verið að hugsa nógu mikið um að verja almenning, gegn þeim.
Elle_, 9.11.2014 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.