Föstudagur, 7. nóvember 2014
Dómstólar og dyraverðir umræðunnar
Netið breytti umræðunni, bæði að umfangi og eðli. Fyrir daga netsins voru dyraverðir á umræðunni, þ.e. þeir sem tóku á móti aðsendum greinum í dagblöðum. Enda var það svo að ef aðsend grein í dagblað var ærumeiðandi þá bar blaðið sinn hluta ábyrgðarinnar.
Þegar umræðan fluttist yfir á netmiðla varð hún lýðræðislegri með því að engir dyraverðir ákváðu hvað ætti heima á opinberum vettvangi og hvað ekki. Um leið varð umræðan hömlulausari og gífuryrtari.
Dómstólar hér á landi standa sig almennt vel að taka mið af breyttri umræðu. Með því að víkka út skilgreiningu á gildisdómum er umræðunni gefið töluvert gott svigrúm.
Dómstólar gætu aldrei tekið að sér hlutverk dyravarðanna í fjölmiðlum, eins og sumar stefnur vegna meintra meiðyrða vilja vera láta. Það er ekki hlutverk dómstóla að gæta að smekk og stílbrigðum í umræðunni.
Dómstólar mættu á hinn bóginn grípa með ákveðnari hætti á þeim tilburðum stórra og fjársterkra aðila að beita málshöfðunum til að þagga niður í óþægilegri umræðu.
Dómstólum vorkunn að greina á milli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.