Miðvikudagur, 5. nóvember 2014
Ólafur Ragnar er kjölfesta lýðveldisins
Ólafur Ragnar Grímsson var kjölfestan í stjórnskipuninni þegar lýðveldið varð fyrir bankahruni og missti í bili sjálfstraustið svo langt niður í svaðið að Samfylking og Vinstri grænir komust til valda.
Í atlögu vinstriflokkanna að lýðveldinu þar Icesave-skuldirnar áttu að verða myllusteinn um háls óborinna Íslendinga, fullveldinu átti að farga í Brussel og stjórnarskráin orðin leiksoppur kjána þá stóð Ólafur Ragnar Grímsson eins og klettur í hafinu.
Þegar valkosturinn við Ólaf Ragnar er trúður vinstrimanna og sjóræningja þá er vitanlega einboðið að tryggja okkur þjónustu Ólafs Ragnars eitt kjörtímabil enn.
Ólafur Ragnar neitar að hætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
af hverju bara eitt?
Skeggi Skaftason, 5.11.2014 kl. 15:40
ÓRG er eins og Guli skugginn. Hann snýr alltaf aftur.
Wilhelm Emilsson, 5.11.2014 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.