Velsældin og hlaðborð óánægjunnar

Á Íslandi er meira kynjajafnrétti og meira launajafnrétti en víðast í henni veröld. Á Íslandi er nær ekkert atvinnuleysi og lífskjör með því allra besta sem bjóðast í alþjóðlegum samanburði.

En samt er einhver hluti þjóðarinnar svo sársvekktur að hann mætir á Austurvöll á ,,hlaðborð óánægjunnar".

Íslendingar, sumir hverjir, eru orðnir svo góðu vanir að þeir eru hættir að gera kröfu til sjálfs sín og heimta því meira af öðrum. 


mbl.is Velsæld mælist á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það sem mestu munar hér er að lægtu laun duga skammt til framfærslu.

Reyndar er hópurinn ekki mjög stór en þó má reikna með að hann sé um 5-7% af vinnumarkaði að viðbættum atvinnulausum og hópi starfs-skertra (áður öryrkja) og hópi aldraðra eða alls um 20-25.000 manns.

Reyndar skoða aðilar vinnumarkaðarins yfirleitt ekki heildartekjur að meðtöldum bótaflokkum

Óskar Guðmundsson, 4.11.2014 kl. 11:52

2 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Mig rekur ekki minni til þess í fréttum, Óskar, að gerður hafi verið samanburður á milli landa hversu stórt hlutfall landsmanna er á örorkubótum. Hvar stendur Ísland þar í samanburði við aðra?

Varðandi lágmarkslaun til framfærslu þá er ekkert land í heiminum svo ég viti til sem hugsar um hvort þau dugi til framfærslu. Í því samhengi má nefna að það eru engin lágmarkslaun í Þýskalandi.

Held að Páll hitti á góðan punkt að almennt hafi Íslendingar það ansi gott miðað við önnur lönd.

Rúnar Már Bragason, 4.11.2014 kl. 12:08

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Amma mín var stöðugt að tönglast á því betri sem lífskjörinn væru , því óánægðra yrði fólk. Ég var ósammála henni þá (á sjöunda áratugnum) en ég held að hún hafi hitt naglan á höfuðið. En af hverju í ósköpunum kann fólk ekki gott að meta?

Benedikt Halldórsson, 4.11.2014 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband