Þriðjudagur, 4. nóvember 2014
Mótmælin, ég og byltingin
Ef maður er óánægður þá á maður að mótmæla. Að fara út og hitta aðra óánægða; öskra, veifa spjöldum og gera hávaða með barningi er leið til að fá útrás fyrir ömurlegt líf sem er sneisafullt af ófullnægju og vanmetakennd.
Þegar maður er kominn í hópinn finnur maður styrkinn af sameiginlegu skipbroti. Volæðið breytist í hópfullnægju með því að óánægjan finnur sér sameiginlegt viðfang; ríkisstjórn Íslands.
Ónýta lífið manns fær tilgang, markmið. Adrenalínið sem fylgir því að öskra, steyta hnefa og lemja girðingar fær mann til að gleyma ömurlega hversdagsleikanum. Hver veit nema hægt sé að búa til þjóðfélagsástand óánægjunnar þar sem við vanmennin náum að stigmagna ástandið, skapa óreiðu sem leiðir til ofbeldis.
Það er aldrei að vita nema að við aumingjarnir förum með sigur af hólmi.
Hvar á ég að byrja? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjálfur mæti ég aldrei á múgsefjunnar-samkomur en legg til að stjórnarskránni verði breytt þannig að fjöldinn eigi kost á því að kjósa pólitískan forseta á Bessastaði sem að virkilega vil standa með sinni þjóð í verki:
=Hvar er Móses nútímans?
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1359897/
Jón Þórhallsson, 4.11.2014 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.