Samtök iðnaðarins sjá að ESB-aðild er dautt mál

Íslendingar standa sig betur en Evrópusambandsþjóðir á nær öllum mælikvörðum sem notaðir eru til að mæla velferð og hagsæld þjóða. Loksins eru Samtök iðnaðarins að skilja að aðild Íslands að Evrópusambandinu er ekki á dagskrá í fyrirsjáanlegri framtíð.

Evrópusambandið er stofnað til að efla frið og hagsæld á meginlandi Evrópu. Þær þjóðir sem eru á jaðri meginlandsins eiga minna sameiginlegt með kjarnastarfi sambandsins en Mið-Evrópuríkin. Bretar, Danir og Norðmenn finna ekki fyrir sömu knýjandi þörf á samruna og Frakkar, Þjóðverjar og Ítalir. Aðrar jaðarþjóðir, til dæmis Írar og Finnar, sjá Evrópusambandsaðild sem vörn gegn ofríki voldugra nágranna.

Íslendingar eru eyþjóð á miðju Atlantshafi sem háði sjálfstæðisbaráttu sína á þeim tíma þegar Evrópuþjóðir fóru í seinna þrjátíu ára stríðið, 1914 -1945, til að ákveða landamæri í álfunni. Saga okkar er landnámssaga sem á meira skylt með bandarískri sögu en evrópskri.

Þegar og ef Evrópusambandið lætur af samrunaþróuninni kemur til álita að Ísland sæki um aðild. Á næstu árum og áratugum þarf sambandið að gera upp við sig hvort Tyrkland, Úkraína og ef til vill Rússland fái inngöngu. Áður en Tyrklandi verður hleypt inn í sambandið munu gömlu stórþjóðir Evrópu, Þýskaland og Frakkland, setja punktinn fyrir aftan hugmyndafræði samrunans.

Á árabilinu 2015 - 2020 er hugsanlegt að við þyrftum að endurskoða afstöðu okkar til Evrópusambandsins. Þangað til geta jaðarflokkar í íslenskum stjórnmálum, eins og Samfylkingin, flaggað Evrópufánanum en það er þá helst til að veiða rugludallaatkvæðin.

Samtök iðnaðarins vilja að tekið sé mark á þeim í almennri umræðu og finnst nóg komið í bili.


mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband