Endalok opna samfélagsins

Veikt ríkisvald eykur styrk öfgaaflanna, skrifar aðalálitsgjafi Die Welt í tilefni af vexti veraldlegra og trúarlegra öfgahópa í Þýskalandi.

Vegna nasískrar fortíðar sinnar reyndi Þýskaland eftir seinna stríð að vera fyrirmynd hins opna samfélags hinnar ,,þjónandi forystu" sem svaraði með umburðalyndi og sáttfýsi kröfum stærri og smærri hópa.

Opna samfélaginu mistókst að ala á samstöðu þegnanna; þeir urðu sundurlausari og gerðu æ oftar mótsagnakenndar kröfur sem afhjúpuðu vanmátt ríkisvaldsins. Vestræn samfélög stóðu í þeirri trú að efnahagsleg velferð væri lykillinn að pólitískum stöðugleika. Vaxandi styrkur öfgahópa af margvíslegum toga sýnir þá kennisetningu vera bábilju.

Bandaríski stjórnarerindrekinn Richard N. Haass segir söguleg umskipti í vændum í alþjóðasamfélaginu þar sem stöðugleiki víkur fyrir óreiðu.  

Fyrsta fórnarlamb umskiptanna er opna samfélagið. Ríkisvald sérhvers þjóðríkis grípur til þeirra meðala sem duga til að koma á stöðugleika innan landamæra sinna. Góðu heilli er Ísland eyja. 


mbl.is 15 þúsund frá 80 ríkjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband