Ríkið á ekki að gefa eftir læknum - og ekki setja lög

Læknar fara fram á 30 prósent launahækkun. Það er einfaldlega ekki í boði enda færi þá allt á annan endann í samfélaginu. Það á heldur ekki að setja lög á læknaverkfallið.

Læknar fara í verkfall af háttvísi til að leggja áherslu á kröfur sínar og gera ráðstafanir til að enginn í neyð bíði tjón af. Verkfall fram á vor gefur góðan tíma til að fara yfir málin og hann ætti að nýta vel.

En læknar verða að átta sig á því að það þýðir ekki að framvísa launaseðlum frá Noregi og Svíþjóð sem rök fyrir kauphækkun á Íslandi - og tilgreina aðeins grunnlaunin.  

Samningar lækna eru þess eðlis að grunnlaun segja minna en hálfa söguna. Í gegnum tíðina eru búnar til óteljandi matarholur fyrir lækna sem gera grunnlaun ómarktæk.

Læknar eru hálaunaðir ríkisstarfsmenn og verða það áfram þótt þeir fái engar launahækkanir. 


mbl.is Ríkið gefi eftir í læknadeilu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Sumir læknar eru hálaunaðir - aðrir ekki.

Finnst þér eðlilegt að nýútskrifaður læknir sem hefur störf á Landspítalanum og hefur engar aðar tekjur (vinnur ekki að hluta á einkastofu t.d.) sé með mun lægri laun en nýútskrifaður viðskiptafræðingur sem hefur störf á skrifstofu spítalans á sama tíma ?

Púkinn, 30.10.2014 kl. 11:08

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Páll Vilhjálmsson, þú verður að hugsa um börn læknanna. Þau eru að dragast aftur úr öllum öðrum læknabörnum. Nýjustu fréttir herma að fátækt íslenskra læknabarna sé mest meðal velmegandi þjóða og hafi aukist mjög eftir 2008.

Hugsaðu um fátæku börnin Palli! Eiga læknaforeldrar þeirra ekki að hafa ráð á stofu í læknamiðstöðinni í Kópavogi. Eiga foreldrar þeirra ekki að eignast hlut í þessum 18.000 fermetrum???

Þú ert vondur maður, Páll!

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.10.2014 kl. 11:26

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Bara að borga læknum og það straks. Það eru til peningar, fullt af peningum, það þarf bara að sækja þá!!

Eyjólfur Jónsson, 30.10.2014 kl. 11:28

4 Smámynd: rhansen

Algjörlega sammála þer Pall ..og aldrei hefði mer dottið i hug að eg lifði það að sja Islenska lækna stofna lifi og limum fólks i hættu og leggja i verkfallsaðgerðir !!! ...það er með þetta mál eins og ótal önnur ...það vantar stærsta hluta sögunnar svo hun se RETT SÖGÐ !!!   ....og þetta er ekki til sóma heilbrigðisstett ....

rhansen, 30.10.2014 kl. 11:56

5 identicon

Bíðið við, hvað var það sem framhaldskólakennarar fengu í heildina úr síðustu samningum sínum?

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.10.2014 kl. 14:31

6 Smámynd: Róbert Björnsson

Legg til að læknanám á Íslandi verði stytt í 2 ár með áherslu á nálastungur, hómópatíu og heilunar-meðferðir. Þjóðkirkjuprestar gætu svo séð um erfiðustu tilfellin á spítölunum með fyrirbænum og exorsisma.

Við það yrðu núverandi kjör heilbrigðisstarfsfólk að teljast rausnarleg og veruleikafirrta íhalds-pakkið fengi loks þá læknisþjónustu sem það á svo sannarlega skilið!

Róbert Björnsson, 30.10.2014 kl. 15:24

7 Smámynd: Elle_

Eins og Eyjólfur sagði, það á að borga læknunum og það strax.  Næst lögreglu og slökkviliði.  Það átti líka að borga kennurum miklu fyrr í staðinn fyrir að draga verkfallið sem bitnaði mest á ungmennum.

Elle_, 30.10.2014 kl. 17:13

8 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Verkalýðsforystan og verkalýðsbaráttan á Íslandi snýst orið um það eitt að etja stéttum saman. Aumkunnarleg staða sem komin er upp í þessum málum og forystu verkalýðshreyfingarinnar síst til sóma, frekar en visðsemjendum þeirra og hvað þá stjórnvöldum.

Halldór Egill Guðnason, 31.10.2014 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband