Vinstri sjálfsblekkingin

Útlendingur sem læsi aðeins fjölmiðla vinstrimanna, RÚV og DV, héldi að hér starfaði byssuóð fasísk lögregla er sæti yfir hlut almennings. Sami útlendingur kæmist að þeirri niðurstöðu, byggðri á sömu heimildum, að fámenn ættarklíka réði yfir Íslandi og skenkti almúganum skít og kanil.

En nú kemur sem sagt vinstrimaður með orðspor, Ásmundur Stefánsson fyrrum forseti ASÍ, og segir eftirfarandi

Öfugt við það sem mjög stór hluti af vinstrisinnuðu fólki á Íslandi heldur fram, þá er jöfnuður mikill á Íslandi á alþjóðlegan mælikvarða.

Ásmundur sér af hliðarlínunni hve sjálfsblekking vinstrimanna ristir djúpt. Vinstrimenn búa til með heilaspuna veruleika til að rífast yfir.

Við skulum vona að ímyndaði útlendingurinn okkar láti sér ekki nægja að hlusta á umræðusuð vinstrimanna og fjölmiðla þeirra til að átta sig á stöðu mála á Fróni.

 


mbl.is Mikill jöfnuður á alþjóðlegan mælikvarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ef línuritið hans Ásmundar er skoðað með áróðursgleraugum vinstrimanna þá sést greinilega að á valdaáru fyrstu tæru vinstristjórnarinnar hrundu meðalárslaun gríðarlega eða um heil 26%. Þetta segir okkur því, svo ekki verði á móti mælt, að það sé hættulegt að kjósa vinstriflokkana þar sem því fylgi mikil kjaraskerðing launamanna.


Eggert Sigurbergsson, 29.10.2014 kl. 12:21

2 identicon

Allt tal um "meðalárslaun" er bull. Það er ekki hægt að nota meðaltal til þess að reikna út laun.

Ef að það væru 10 menn saman í herbegi og allir nema 1 væru með 200þús á mánuði á meðan sá síðasti væri með milljón, að hvað væri þá meðaltalið hátt? Reiknum þetta: 

2.800.000kr/10=280.000kr

Maður á ALLTAF að passa sig þegar að fólk fer að tala um "meðaltöl". 

Málefnin (IP-tala skráð) 29.10.2014 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband