Skattleggjum banka í megrun; byggjum spítala

Bankar á Íslandi eru of stórir. Einföld leið til að fá þá að skreppa saman er með skatti. Þrotabúin voru skattlögð til að fjármagna leiðréttingu húsnæðislána, núna er rétt að tálga bankana sjálfa niður í heppilega stærð.

Íslenskir bankar eru með heimild til að framleiða peninga enda lána þeir margfalt meira en innistæða er fyrir. Peningaframleiðslan skilar bönkum ógrynni fjár í hagnað. 

Við eigum að skattleggja þetta fé. Til dæmis til að byggja spítala.   


mbl.is Ennþá með eitt umfangsmesta kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Helgason

Sammála.

Annað hvort skilja erlendir kröfuhafar íslensku eignirnar sínar eftir í landinu (þar undir heyra bankar) gegn því að fá aðgang að gjaldeyri þrotabúanna eða þau verða sett í þrot.  Ef þeir fara í að kyrrsetja erlendu eignirnar með málaferlum í framhaldinu þá sköttum við íslensku eignirnar í rólegheitum niður í núll.

Þeir sem eru of veiklyndir til þess að taka þátt í þessu eru beðnir um að benda á aðrar leiðir til þess að vinda ofan þeim neikvæða spíral sem íslensk heilbrigðis- og menntakerfi eru í, með laun og starfsumhverfi sem fólk heldur áfram að flýja í sýnilegri framtíð. 

Benedikt Helgason, 28.10.2014 kl. 10:50

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Besta leiðin til að sigra störukeppni er að gera ekki neitt.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2014 kl. 14:58

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gefin eru góð ráð hægri/vinstri,sem þykja skynsamleg og vel framkvæmanleg. Þegar til kastanna kemur,liggja ljón í veginum sem við sjáum ekki,aðeins þeir sem hafa vald til að framkvæma þessa aðgerð. ...og neita að styggja ljónin.

Helga Kristjánsdóttir, 28.10.2014 kl. 17:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband