Kósí-fólkið vill eyðileggja íslenskan landbúnað

Allar vestrænar þjóðir vernda landbúnað sinn. Útgjöld til landbúnaðar er langstærsti einstaki fjárlagaliður Evrópusambandsins, tekur um 40 prósent af fjárlögunum

Ef frjáls innflutningur yrði leyfður á landbúnaðarvörum inn í Íslandi myndi það ganga af landbúnaði okkar dauðum með tilheyrandi byggðaröskun og öryggisleysi sem fylgir því að vera háð innflutningi matvæla.

Í skoðanakönnun Fréttablaðsins kemur fram að mest fylgi við frjálsan innflutning landbúnaðarvara er hjá kjósendum Bjartar framtíðar. Kósi-fólkið á SV-horninu er ekki ýkja næmt á aðrar þarfir en sínar eigin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Þetta er sá al al mesti sannleikur sem ég hef séð á prenti á þessu ári. Þökk sé þér Páll minn.

Eyjólfur Jónsson, 27.10.2014 kl. 12:41

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

hmm - ertu að segja að ísl. lanbúnaður sé svona lélegur og óhagkvmæmur að hann bara 'hætti að vera til' ef innflutningur verður leyfður?

Rafn Guðmundsson, 27.10.2014 kl. 13:42

3 Smámynd: Elle_

Getur lítið land keppt við heiminn, Rafn?  Hví má ekki verja landbúnaðinn á Íslandi eins og annarsstaðar, í dýrðarsambandinu sem dæmi?

Elle_, 27.10.2014 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband