Laugardagur, 25. október 2014
Illugi og félagar andskotast út í traust
Alkunnir vinstrimenn hjóla í ráðherra og biskup fyrir að tala um traust í samfélaginu. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra talaði um traust á kirkjuþingi og Agnes M. Sigurðardóttir sömuleiðis.
Þeir Illugi Jökulsson, Karl Th. Birgisson og Úlfar Þormóðsson eiga erfitt með að umbera ákall um traust.
Hvers vegna hatast vinstrimenn út í áköll um að traust aukist í samfélaginu? Jú, vegna þess að í samfélagi þar sem ríkir traust eiga vinstrimenn harla lita von á stuðningi til landsstjórnar.
Þegar vantraust ríkir, upplausn og óöld, þá eiga vinstrimenn leik samanber búsáhaldabyltinguna og kosningasigur vinstriflokkanna vorið 2009.
Kirkjuþing sett í Grensáskirkju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Páll - sem og aðrir gestir þínir !
Hvort heldur er - Hægri / vinstri / miðja eða snúningur: ætti þér - sem sæmilega skynugum manni að vera ljóst Páll minn / að áratugi og aldir getur tekið að koma á því tiltölulega jafnvægi á ný sem hér ríkti:: fyrir Haustið 2008.
Tilgangslaust með öllu: af þinni hálfu að klína vantraustinu á vinstra liðið eitt og sér (eins: og mér er reyndar í nöp við þann mannskap, sem flestum er kunnugt)/ ótal þættir stuðluðu að því - sem verða vildi forðum: síðuhafi góður.
Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.10.2014 kl. 21:28
Tek undir með þér, Páll. Allir þessir einstaklingar hafa viðurværi sitt af því að ala á óánægju og eins og gamalt máltæki segir "þá er slálfshöndin hollust" eða þannig.
Ragnhildur Kolka, 25.10.2014 kl. 23:43
Að þjóðin þurfi að læra að treysta? Treysta gjörspilltu liði, sem ekki er neins trausts vert? Stjórnvöld ljúga að almenningi, svo maður tali ekki um hrokann. Hvaða traust? Blessaður taktu gleraugun af þér.
Snæbjörn Björnsson Birnir, 26.10.2014 kl. 04:09
Traust og virðing er nokkuð sem menn afla sér. Það getur enginn ætlast til að fólk treysti honum að fyrra bregði.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.10.2014 kl. 10:13
Tek undir með Jósef, traut þarf að ávinna sér en ekki krefjast.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.10.2014 kl. 10:19
Sammála að traust er áunnið. Og bæði er það snúið og krefst þolinmæði. Eitt af því sem gerir snúið að vinna tilbaka traustið er að það verður að gerast í umræðu þar sem tekist er á um hagsmuni og hugsjónir. Við getum ekki hætt umræðunni á meðan við aukum traustið i samfélaginu. En umræðan er oft hvöss og heiftúðug og það skapar ekki traust. Sem sagt: snúið mál, þetta með að endurvinna traust.
Páll Vilhjálmsson, 26.10.2014 kl. 12:48
Þess vegna er affarasælast að setja sannleikann strax umbúðalaust, en ekki vera að þvæla lyginni fram og til baka, eða hálfsannleika, eins og einum ákveðnum ráðherra virðist vera títt. Ef men hafa gert eitthvað rangt eða orðið á, er langbest að biðjast afsökunar og láta slíkt ekki koma fyrir aftur. Að væla yfir umræðunni þvælir málið.
Fólk getur vel skilið að mönnum verði á, en þegar farið er að þvæla málinu fram og til baka, missa menn trúverðugleika sinn og traust.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.10.2014 kl. 09:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.