Laugardagur, 25. október 2014
Vinstriflokkarnir, valdatakan og útlegðin
Vinstriflokkarnir, Samfylkingin og Vg, notfærðu sér upplausnina í kjölfar hrunsins til valdatöku. Með því að kynda undir stjórnleysi og auka á upplausn í samfélaginu, sem þó var nóg fyrir, sáu vinstrimenn sér leik á borði að skrifa hrunið allt á reikning Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Í kosningunum vorið 2009 tókst vinstriflokkunum að ná meirihluta í fyrsta sinn í lýðveldissögunni. Valdatakan heppnaðist. Vinstriflokkarnir náðu völdum á forsendum upplausnar. En til að halda völdum þarf stöðugleika. Vinstriflokkarnir reyndust ófærir að búa til stöðugleika og þeim var refsað grimmilega af kjósendum vorið 2013; Samfylkingin fékk 12,9% og Vg 10,9%.
Vinstriflokkarnir lærðu ekkert af kosningunum. Þeir trúa enn að skæruliðapólitík, sbr. t.d. leka-málið og stóra vélbyssumálið, skili sér í varanlegum völdum. Svo er ekki. Flokkar sem sem byggja pólitík sína á upphlaupsmálum geta í besta falli skorað stórt í skoðanakönnunum og við afbrigðilegar aðstæður eins og voru eftir hrun.
Á meðan upphlaupspólitíkin ræður ríkjum á hjá vinstriflokknum verða þeir í útlegð frá stjórnarráðinu.
Við höfðum tapað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.