Hlutafélög og svik við samfélagið

Fyrsta íslenska hlutafélagið var stofnað um miðja 18. öld af Skúla Magnússyni og félögum og markaði upphaf nývæðingar atvinnulífs hér á landi, - sem raunar tók langan tíma enda settu móðuharðindin og Napoleónsstyrjaldir strik í reikninginn.

Hlutafélög voru drifkraftur breyttra atvinnuhátta og eru bráðnauðsynleg fyrir þróun í atvinnurekstri með því að takmarka ábyrgð einstaklinga við framlagt hlutfé. Á hinn bóginn er morgunljóst að sumir nota hlutafélagaformið til að svíkjast undan ábyrgð gagnvart birgjum og lánadrottnum.

Til að bregðast við þessum svikum mætti reyna leið upplýsingatækninnar og gagnsæis með því að koma upp opnum gagnabanka sem heldur utan um öll skráð hlutafélög og einkahlutafélög og stjórnir þeirra. Upplýsingar um gjaldþrot einstaklinga ættu heima í þessum banka. Með því að fletta upp kennitölu einstaklinga mætti sjá viðskiptaferil hans, í hvaða stjórnum hlutafélaga hann hefur setið, hvort einhver þeirra hafi orðið gjaldþrota og svo framvegis.

Gusan af gjaldþrotum eftir hrun mun að einhverju marki hjaðna sjálfkrafa. Á hinn bóginn er alveg eins líklegt að lukkuriddarar líti á gjaldþrot sem hluta af viðskiptaáætlun. Opinn gagnabanki um hlutafélög ætti að takmarka svigrúm lukkuriddarana.   


mbl.is 290 milljarðar í kröfur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband