Og fjármálaráðherraefni Samfylkingarinnar er...

...Össur Skarphéðinsson, er það ekki? Íslendingar, og þar með sérhver stjórnmálaflokkur, þurfa að tefla fram sínum bestu mönnum til að glíma við fyrirsjáanlega erfiðleika í efnahagslífinu. Af hálfu Samfylkingarinnar er enginn betur til þess fallinn en Össur, sem er þekktur fyrir staðfestu og yfirvegun. Slíkur maður á heima í stóli fjármálaráðherra þegar efnahagslegir kólgubakkar eru við sjónarrönd.
mbl.is Segja lækkun Fitch á lánshæfismati ríkissjóðs ekki koma á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrr kysi ég nú Jón Bjarnason vinstri grænan en Össur - Svo hafa kratarnir Guðmund Ólafsson hagfræðing  

G (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 00:45

2 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þessu landi verður allavega ekki stjórnað verr en nú er gert.

Tómas Þóroddsson, 16.3.2007 kl. 01:56

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Tómas, þú ert kannski ekki nógu gamall til að muna hvernig síðasta vinstristjórn hélt á málum? Þjóðfélagið fór næstum á hausinn með tilheyrandi óðaverðbólgu sem varð að leysa með allsherjar þjóðarsátt sem er jú ákveðið neyðarúrræði sem ekki er gripið til nema allt sé nánast farið til andskotans og aðrar leiðir ekki taldar færar. Ég er heldur ekki nógu gamall til að muna eftir þessu sjálfur en nægar heimildir eru hins vegar til um ástandið á þeim árum.

Og við þá sem segja að það sé svo langt síðan og að allt annað yrði raunin nú ef vinstrimenn kæmust í stjórn segi ég: Hvaða tryggingu höfum við fyrir því? Því er auðsvarað. Enga. Við höfum hins vegar fordæmin fyrir vinstristjórnum. Og við höfum líka fordæmið í R-listasamstarfinu sem margfaldaði skuldir Reykjavíkur á meðan álögur voru hækkaðar og það jafnvel í löglegt og sögulegt hámark auk þess sem nýjir skattar voru fundnir upp. Og það á mesta uppgangstíma í sögu borgarinnar þar sem m.a. varð sprenging í fasteignaverði og þar með gríðarleg aukning í fasteignagjöldum til Reykjavíkurborgar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 16.3.2007 kl. 08:42

4 identicon

Guðmundur Ólafsson hagfræðingur fjármálaráðherra Samfylkingar ? Kannski eru margir of ungir til að muna hvað hann lagði til mála fyrir 8 árum þegar hann var í útvarpi spurður út í tal Össurar um hina tifandi tímasprengju sem brátt myndi sprengja upp íslenskt efnahagslíf.

Eftir að hafa látið nokkur spakleg orð falla um vexti, skuldir, hagvöxt ofl bætti hann við á þessa leið: "En hættulegasta tímasprengjan er þó sú að nú eru allir vitleysingarnir í efnahagsmálum orðnir sameinaðir í einum flokki."

 (Man þetta kannski ekki alveg orðrétt en skakkar ekki miklu).

Hólmgeir Guðmundsson

Hólmgeir Guðmundsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 09:13

5 identicon

Hjörtur þú ert kannski ekki nógu skarpur til að skilja né að greina þær heimildir sem þú hefur. Farðu inná vef Hagstofunar og skoðaðu tölur um verðbólgu og atvinnuleysi sl. 50 ár. 

Meðalgildi er um 35% frá '70 - '90 og það er í vinstristjórnar ('71) sem hún ríkur upp en atvinnuleysu fór að sama skapi niður. Ég veit ekki hvort að þú sért nógu gamall til að muna að á síðustu árum sjöunda áratugarins flúði fólk land vegna atvinnuleysis þannig að þetta, eðlilega, var mjög í deiglunni á þeim tíma.  En það var líka í tíð vinstri stjórnar sem hún náðist niður. Það er ekki þeirri ríkisstjórn einni að þakka en hún á sinn hlut.

Árin þar á milli voru helmingastjórnir b og d eða ríkisstjórnir undir forsæti sjálfstæðismanna í 13 af 20 árum. 

Bið þig afsökunar ef ég er dónalegur en yfirlæti og hroki finnast mér leiðinlegir eiginleikar. 

Aron Þorfi. (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 10:35

6 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Eru það ekki mest utankomandi aðstæður sem ráða uppsveiflunni á hverjum tíma, t.d. fiskurinn í kringum landið og fl. ? og svo er það hugmyndafræðin sem stjórnvöldin vinna eftir á hverjum tíma sem ráða skiptingu þjóðarkökunnar á milli hópa.  Því miður voru kapítalistar við völd í uppsveiflunni margumtöluði og að sjálfsögðu tóku þeir til sín stærstu sneiðina. Það sem mér er fyrirmunað að skilja er það hvernig stendur á því að láglaunafólk, öryrkjar og aldraðir sem búa við lök kjör kjósa ennþá sjálfstæðisflokkinn sem er orðin öfgahægriflokkur.  Verð að viðurkenna Er ekki alveg viss um Össur en Guðmundi Ólafssyni hafgræðingi treysti ég.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 16.3.2007 kl. 11:06

7 identicon

Góður brandari hjá þér Páll.... :-)

Annars er góður pistill um Stóra STOPPIÐ ef Vg+SF fara í stjórn  hér og ekki síst athugasemdin frá Sigurði J.

Bjarni Magnús (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:39

8 identicon

"Hjörtur þú ert kannski ekki nógu skarpur til að skilja né að greina þær heimildir sem þú hefur. "

"Bið þig afsökunar ef ég er dónalegur en yfirlæti og hroki finnast mér leiðinlegir eiginleikar" 

 Aron, og þú finnst þér ekkert vera hrokafullur??

Annars er bara best að benda mönnum á avtinnuleysið í dag, en það er í lágmarki. Össur sem fjármálaráðherra er nátturulega djókur sem aðeins ætti að eiga heima í bestu grínskáldsögu en því miður er staðan þannig að við gætum séð þetta gerast í raunveruleikanum :(  En kannski við fáum þá að sjá í fyrsta skipti í sögu íslands fjármálaráðherra líka mönnum saman í viðskiptalífinu við kólimbíska kókaínbaróna

En annars ef menn í einfeldni sinni halda að landinu geti ekki verið stjórnað verr þá þarf ekki að fara lengra en hingað og sjá hvaða skoffín eiga möguleika á ráðherraembætti, guð forði okkur frá þessu.

steini (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 14:15

9 Smámynd: Ibba Sig.

Rosa væri gaman að vita hvað Páll var að gera í Samfylkingunni allan þann tíma sem hann var þar.

Er einhver meðlimur flokksins þér að skapi Palli? 

Ibba Sig., 16.3.2007 kl. 20:50

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég tók út eina færslu hér að ofan þar sem nafgreindur einstaklingur var kallaður ónefni af nafnlausum aðila. Við hljótum að geta sammælst um að halda obbulítið aftur af fúkyrðum.

Hvað varðar fyrirspurn Ibbu Sig (skemmtilegt skammnefni) þá er það líklega rétt að ég dvaldi of lengi í Samfylkingunni. En maður var einu sinni stofnfélagi og vildi láta reyna lengi og vel hvort ekki gengi saman. En það varð ekki.

Það er margt ágætis fólk í flokknum en pólitíkin þar á bæ fer versnandi.

Páll Vilhjálmsson, 16.3.2007 kl. 22:13

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða flokkur hugnast þér þá í dag, Páll? Mér sýnist þú vera orðinn sjalli, er það rétt?

Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband