Ríkissaksóknari eltir skottið á sjálfum sér

Ríkissaksóknari elti DV í tilbúna lekamálinu og verður núna að elta eigið fordæmi og rannsaka leka vegna samkeppnismála skipafélaganna til Kastljóss.

Næst þarf ríkissaksóknari að rannsaka lekann í stóra vélbyssumálinu og svo framvegis.

Lekarannsóknari ríkisins er óþarft embætti og hlýtur að fá fjárveitingar samkvæmt því.


mbl.is Ríkissaksóknari rannsakar meintan leka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Áður en núverandi ríkisstjórn settist að völdum,mátti sárgramur almúginn horfast í augu við þá ógn sem stafaði af fyrri ríkisstjórn. Fram að því hafði enginn efast um ættjarðarást þingmanna,þótt misjafnlega tækist til í stjórnuninni. Það voru því okkur sár vonbrigði að í reynd var það allt annað. Ekki vantaði að við höfðum ævinlega fylgt breyttum áherslum og viðurkennt að þær voru vegna framtíðar unga fólksins. En... Vegna stöðugra skæra út af nánast engu eftir stjórnarskiptin, vil ég minna Íslendinga á hversu nærri þessi fjölmenningaflokkur var að hrifsa af okkur allt tilkall til eyjunnar sem lýðræðisríki okkar byggir á.Þá einu sinni enn stóðum við saman og höfðum sigur.Dettur ekki í hug að við stærum okkur af því,þótt gætum nú og í framtíð lagt í dóm útlendinga “How do you like Iceland”...En það sem skyggir á nú um stundir,er greinileg ætlan ákveðinna afla að þreyta og reyna samstarf stjórnarflokkana,oft með uppdyktuðum ályktunum um misferli sem á sér enga stoð. Þótt ég viti að stjórnarandstaðan eigi að halda vöku sinni,rétt eins og þessir stjórnarliðar gerðu er Jóhönnustjórn ríkti,þá er alls ólíku saman að jafna.- Er þörf á að minna á þá gífurlegu álögur auk fullveldisafsals,sem þeim flökraði ekki við að bjóða sárþjáðri þjóð sinni eftir heimskreppu. Látum ekki undan síga,brosi eilítið af áræðni sem fylgir aldri,sem er ekki að ryðjast í röð valdsmanna,en er samt ekki alveg raddlaus. Þakka þér Páll.

Helga Kristjánsdóttir, 25.10.2014 kl. 02:01

2 Smámynd: Elle_

Fjölmenningarflokkur, Helga, já.  SAMskæruflokkur.

Elle_, 25.10.2014 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband