Ísland upplýsir ESB-þjóðir um afstöðu ESB

Á fundi Heimssýnar í hádeginu í dag upplýsti Kolbeinn Árnason lögfræðingur, og til skamms tíma fulltrúi sjávarútvegsráðuneytisins í fastanefnd Íslands hjá Evrópusambandinu, að margsinnis hafi það komið fyrir að Evrópusambandsþjóðir hafi leitað til Íslendinga til spyrja um afstöðu Evrópusambandsins til tiltekinna mála. Og hvernig víkur því við?

Jú, þegar Evrópusambandið sest niður til að ræða fiskveiðimál eru það um 150, hundrað og fimmtíu, formlegir fulltrúar. Á bakvið þá eru oft um 50 óformlegir fulltrúar.

Fyrir samningafundi við aðra aðila, t.d. Íslendinga, þurfa Evrópusambandslöndin að koma sér saman um eigin afstöðu. Og í því ferli verða ýmsir Evrópusambandsfulltrúar utangátta og leita til íslensku fulltrúana um upplýsingar.

Svolítið merkilegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband