Föstudagur, 24. október 2014
DV-RÚV og hannað almenningsálit
Eftir að RÚV tók til við að elta DV-spunann í hverri fréttafléttunni á fætur annarri er svo komið að DV telur sig handhafa almenningsálitsins.
Ritstjóri DV telur sig í ljósi bandalagsins við RÚV þess umkominn að ákveða hverjir skuli taka til máls í umræðunni og hvenær. DV-bloggari með RÚV fortíð talar um að við búum í lögregluríki.
DV-RÚV eru fjölmiðlar sem segja ekki fréttir heldur reyna þeir að hanna almenningsálit.
Athugasemdir
Þessi pistill líkist miklu frekar lýsingu á Mogga og Hemssýn.
Þið eruð alltaf að reyna að hanna almenningsálit og ákveða hverjir megi tala og hvað megi segja.
Það DV og RUV gerðu í þessu tilfelli var einfaldlega það sem kallað er í siðmentuðum löndum fréttamennska og talin skylda fjölmiðla gagnvart almenningi.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.10.2014 kl. 13:08
Já!
"Bakarar eru í raun hengdir fyrir smið á hverjum degi"!
(Eins og máltækið hljómar).
=Allskyns furðufuglar eru oft dregnir fram í kastljósið
(Sem heita sama nafni/líkjast þeim þeim sem á að koma höggi á).
=Umræðan verður öll lituð vitleysisgangi og ógæfufólki.
Jón Þórhallsson, 24.10.2014 kl. 14:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.