Fimmtudagur, 23. október 2014
Stjórnvöld á krossgötum stöðugleika og verðbólgu
Ísland eftir hrun er stöðugasta land Vestur-Evrópu, að Olíu-Noregi frátöldum. Ísland býr við stöðugasta gjaldmiðilinn, besta atvinnustigið og hæsta hagvöxtinn í okkar heimshluta.
Ógnarorðræða ASÍ um að steypa ríkisstjórninni af stóli með verðbólgusamningum og sérgæskukröfur hálaunafólks á ríkisstjórnin að láta sem vind um eyru þjóta.
Við næstu kosningar verður ríkisstjórnin metin eftir því hvort henni tókst að standa í ístaðinu og varðveita stöðugleikann eða hvort hún lét eftir ógnarorðræðunni og sérhagsmununum.
Aðhald skiptir sköpum á næstunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ísland er frábært, en mér finnst þessi athugasemd vera oflof.
Páll skrifar: "Ísland býr við stöðugasta gjaldmiðilinn" . . . „eftir hrun". Mér þykir vænt um krónuna, en hún féll um 70% ef ég man rétt. Tilvísun Páls í hrunið sýnir hve krónan er viðkvæm, þó það sé ekki það sem hann vill sýna fram á. Til að geta talað um stöðugan gjaldmiðil verður að líta til lengri tíma og sögulega séð er krónan ekki stöðugur gjaldmiðill.
Steingrímur Thorsteinsson orti:
Með oflofi teygður var hann,
svo við það sannindin rengdust,
en ekki um einn þumlung vaxa þó vann.
Það voru' aðeins eyrun, sem lengdust.
Wilhelm Emilsson, 23.10.2014 kl. 17:47
Ísland er ekkert frábært, Wilhelm. Ísland er stórgallað. Það þýðir samt ekki að gefa eigi evrópskum frekjuhundum yfirráðin.
Elle_, 24.10.2014 kl. 00:37
Hæ, Elle:
„Ísland er ekkert frábært," segirðu. Að þú skulir geta sagt þetta á blogginu hans Páls of all pleises :) En auðvitað eru gallar á Íslandi, og sumir stórir, en það þýðir ekki, að mínu mati, að landið sé ekki frábært. Það er um að gera að laga það sem betur má fara. Lengi getur gott batnað . . . Sorrí, þessi bjartsýni er svolítið óþolandi, ég veit það. Ég lofa að segja ekki meira :)
Wilhelm Emilsson, 24.10.2014 kl. 19:09
Páll er þolinmóður. Hann leyfir manni að segja hluti og vera með skoðanir andstæðar hans.
Elle_, 25.10.2014 kl. 00:10
Kanada er annars gott land. Kannski bara frábært? Frábærara en most places. Ríkisbankar en ekki ríkispubs, eða þannig.
Elle_, 25.10.2014 kl. 01:00
Takk fyrir athugasemdina, Elle. Páll er kennari og þeir verða að vera þolinmóðir!
Jú, jú, Kanada er fínt land. Reyndar eru bankarnir þar ekki ríkisbankar, fyrir utan Seðlabankann og viðskiptabanka, Business Development Bank of Canada, og tvær aðrar stofnanir, sem teljast ekki venjulegir bankar. Kanada er yfirleitt ofarlega á listum yfir þau lönd sem talið er gott að búa í og það er alveg innistæða fyrir því.
Wilhelm Emilsson, 25.10.2014 kl. 23:06
Merkilegt. Þegar ég var þar 2008 voru allir bankarnir ríkisbankar að ég viti. Var það vitleysa eða hættu þeir að vera það eftir 2008?
Elle_, 26.10.2014 kl. 00:10
Þetta hefur verið misskilningur hjá þér. Einhver Kanadabúi hefur kannski skrökvað að þér :)
Aðalbankarnir--CIBC, Bank of Montreal, Royal Bank, TD, og Bank of Nova Scotia--eru allt einkabankar og hafa verið það frá upphafi. Bankar þurfa leyfi frá ríkinu til að starfa. Ríkið stöðvaði einnig sameingu banka til þess að þeir yrðu ekki of stórir. Kannski hefur þetta haft einhver áhrif á það að þú helst, eða að einhver sagði þér, að bankarnir væru í ríkiseign. Ég skal ekki segja.
Wilhelm Emilsson, 26.10.2014 kl. 01:43
Jú, mér var sagt í banka í Ottowa 2008 að allir bankar í Kanada væru ríkisbankar. Og taldi það vera öruggan heimildarmann. En takk fyrir svörin, Wilhelm.
Elle_, 26.10.2014 kl. 12:22
Eftir að ég setti þetta inn, las ég aftur yfir bankana sem þú taldir upp. TD í Ottowa var bankinn sem ég var í. Hann hafði ég notað í Bandaríkjunum og gat svo ekki gert það sama í honum í Kanada, man ekki nákvæmlega hvað. Og skýringin var að bankarnir væru ríkisreknir í Kanada.
Elle_, 26.10.2014 kl. 12:31
Frekar leiðinlegt að skrifa Ottawa vitlaust. Og bara af því það er nafn.
Elle_, 26.10.2014 kl. 19:22
Mín var ánægjan og takk fyrir athugasemdirnar, Elle. Ég hafði ekki hugmynd um að TD (Toronto Dominion Bank) væri líka í Bandaríkjunum, en veit það núna :)
Wilhelm Emilsson, 26.10.2014 kl. 20:34
Ekkert að þakka, skemmtilegra umræðuefni en englar og pólitík. Og svo bæta þeir við Bank North og Canada Trust: TD Bank North, TD Canada Trust. Næst verður það TD Islandia North Trust:/
Elle_, 26.10.2014 kl. 22:42
:0)
Wilhelm Emilsson, 27.10.2014 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.