Miðvikudagur, 22. október 2014
Forstjóralaun ASÍ
Verkalýðshreyfingin er ásamt Samtökum atvinnulífsins meira og minna ráðandi í atvinnulífinu frá því eftir hrun í gegnum lífeyrissjóðina. Á þessum tíma er búið að ákveða kaup og kjör æðstu stjórnenda helstu fyrirtækja landsins - mörgum sinnum.
Að Alþýðusambandið skuli núna, sex árum eftir hrun, klóra sér í rassgatinu og velta fyrir sér hvort það eigi að setja þak á laun stjórnenda, sem lífeyrissjóðir ákveða, er sorglegur brandari.
ASÍ er með skoðun á launum kennara og hvað aðrar starfsstéttir hins opinbera eiga að bera úr býtum; ASÍ rekur sína eigin utanríkisstefnu, vill Ísland í ESB, - en er til þessa dags ekki með neina skoðun á því hvað forstjórar fyrirtækja í eigu verkalýðshreyfingarinnar skuli vera með í laun.
ASÍ er sorglegt fyrirbæri.
Ræða þak á laun stjórnenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ágætir punktar.
Þorgeir Ragnarsson, 22.10.2014 kl. 11:16
Ragnar Þór Ingólfsson,er í stjórn ASÍ,hann á margar mjög góðar greinar hér á blogginu frá 2012 og fyrr. Nú býður hann sig fram gegn Gylfa,ef satt reynist sem ég heyrði.. Vonandi ljá aðilar honum brautargengi,hann er maðurinn sem launþegar þarfnast.
Helga Kristjánsdóttir, 22.10.2014 kl. 12:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.