Þriðjudagur, 21. október 2014
Dómsmál sem kappleikur
Í umræðum um dómsmál, einkum þeim sem tengjast hruninu, er grunnt á viðhorfi sem ræður ríkjum í kappleikjum; fólk heldur með ,,sínu liði" og vill að það vinni hvað sem tautar og raular.
Dómsmál eru á hinn bóginn aðferð réttarríkisins til að útkljá ágreiningsmál. Við sem samfélag ákváðum að lögsækja í hrunmálum og lýtur meðferð þeirra mála formreglum réttarríkisins.
Lögsókn og dómsuppkvaðning í hrunmálum er ekki kappleikur heldur niðurstaða ferlis sem við ættum að standa vörð um. Án réttarríkisins blasir við hnefarétturinn.
Sigurjón og Elín sýknuð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.