Mánudagur, 20. október 2014
Þegar Danmörk reyndi að selja Ísland
Á dagskrá RÚV í kvöld er fyrsti þáttur í danskri sjónvarpsröð sem heitir 1864. Í danskri sögu er þetta stórt ártal enda stendur það fyrir löðrunginn sem Þjóðverjar veittu Dönum til að minna þá á að Danmörk er evrópskt smáríki.
Þjóðverjar voru á þessum tíma að undirbúa stofnun Þýskalands, spurningin var aðeins hvort það yrði undir forsæti Prússa eða Austurríkismanna. Þjóðverjar vildu fá í þýska ríkið hertogadæmi í suðurhluta Danmerkur, Slésvík og Holstein. Danir vildu ekki hreyfa við suðurlandamærunum.
Stríðið 1864 stóð í fáeina mánuði og lauk með niðurlægjandi ósigri Dana. I friðarsamningum í Vín var tekist á um hvort Danir fengju að halda nyrsta hluta Slésvík, sem nær alfarið var byggður dönskumælandi fólki. Danir reyndu að bjóða Þjóðverjum Ísland í staðinn fyrir Norður-Slésvík en án árangurs. Þjóðverjar voru ekki komnir í heimsyfirráðaham og fúlsuðu við eyjunni í norðri.
Danir mátu samlanda sína í Slésvík meira en Frónbúa. Það var aftur staðfest sumarið 1918 þegar ljóst var að Þjóðverjar myndu tapa fyrri heimsstyrjöld. Þá samþykktu Danir fullveldi Íslands, sem þeir höfðu neitað okkur um í áratugi, til að standa betur að vígi í friðarsamningunum í Versölum að endurheimta Slésvíkur-Dani. Það tókst og landamærunum frá 1864 var breytt.
Lærdómurinn fyrir okkur Íslendinga af þessari sögu er að án fullveldis erum við skiptimynt í alþjóðlegum samskiptum.
Athugasemdir
Takk fyrir pistilinn, Páll.
Talandi um fullveldi, telur þú að ríkisfjölmiðill sé mikilvægur þáttur í fullveldi Íslands? Ef þú hefur tíma og áhuga væri gaman að heyra hugleiðingar þínar um það.
Wilhelm Emilsson, 20.10.2014 kl. 22:16
Þjóðverjar kíktu ekki einu sinni í pakkann fyrir 1g1/2 öld. Þeir mega eiga sinn óupptekinn með Esb. fyrir okkur.
Helga Kristjánsdóttir, 20.10.2014 kl. 22:41
Þetta dæmi frá 1864 er nú flókið og sérumræða þar sem í fyrstu verður að hafa í huga og skilja allt aðrar aðstæður lada- og lýðfræðilega en nú þekkist. Var auðvitað ekki alveg svona eins og lýst er í pistli.
Þetta með 1918 er algjörlega útúr kú eins og guðni segir.
Það er alveg vel vitað núna og sagnfræðileg staðreynd, að u leið og Ísland hætti að þyggja fjárhagsstuðning frá Danmörku - nú þá kom fullveldið til sögunnar og danir voru guðs lifandi fegnir að vera lausir við argaþras íslendinga.
Menn geta bara haft Grænladsmál til hliðssjónar núna. Grænland tekur stóran fjárhagsstuðning frá Dönum - og allt tal um algjört fullveldi eða sjálfstæði er hjómið eitt meðan svo er.
Ósköp svipað og með ísland á sínum tíma. Ísland varð í raun sjálfstætt 1918 og að mestu leiti 1904.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2014 kl. 23:14
Ps. Í raun var komið fullveldi mun fyrr. Það er vandlega geymt leyndarmál á Íslandi.
Í raun var fullveldi komið að miklu leiti um 1870 með fjárveitingavaldinu og þinginu.
Þetta vita mjög fáir íslendingar í dag. Það sem eftir stóð var aðallega formlegs eðlis og tæknilegar útfærslur.
Hvað gerðist svo eftir að íslendingar fengu í raun mestöll völd inní landið um 1870? Jú, það gerðist það - að það mátti bókstaflega ekkert gera! Algjör stöðnun og ofurvald elítunnar.
Fyrsta alvöru opinbera framkvæmdin sem íslendingar stóðu að var Konungsvegurinn einhversstaðar austur í Hreppum um 1905 eða fyrir komu Friðriks 8.
Þá ruku innbyggjar til og byggðu veg austur í Hreppum - sem er enn dýrasta framkvæmd íslandssögunnar hlutfallslega.
Ástæðan var að íslendingar vildu gera vel við sinn knung og ætluðu að láta hann sportkeyra á hestakerru þar austurfrá.
Þessi vegur var svo aldrei notaður hvorki af kóngi né öðrum. Kóngur fór allar sínar leiðir á hestbaki, enda mikill hestamaður, - og reyndar stórjókst álit innbyggja á sínum kóngi við það.
Og ekki gátu Hreppamenn notað þennan veg enda fundu þeir ekki upp hjólið fyrr en löngu löngu seinna.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.10.2014 kl. 23:32
Þetta er í fyrsta sinn sem ég hef gaman að þínum skrifum Ómar,ég eiginlega skellihló. Svona rétt eins og maður skoðar gamlar myndir af sér og samferðafólki. Var orðin leið á sögu kvenfrelsis í sjónvarpinu.- Að byggja veg undir kónginn er svo líkt okkur á þeim tíma,einkanlega þar sem gestrisni var okkur svo í blóð borin,að frekar var öllu tjaldað til handa gestkomandi,heldur en líta út sem nýskupúkar. Við upprifjun á þessari venju,minntusmst við nokkrar á hvað það var agalegt að eiga ekki með kaffinu,rækist einhver inn. Sigarettur fékk maður sér ekki nema bjóða nærstöddum fyrst. Nú gæti ég haldið áfram til morguns,en breytingarnar í þjóðfélaginu (sem flestar eru góðar),eigum við að þakka stjórnvöldum, vinnufúsum og þekkingarfúsum mannauði. Frekar hefði ég nú boðið konungi vorum í hnakk en hossa undan honu botninum í kerru sem alla jafnan var ekki með hjólbörðum. Mb.Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 21.10.2014 kl. 00:14
Ómar Bjarki þarf að færa sterk rök fyrir því ef hann telur tímabilið 1870-1918 (Eða lengra frameftir) hafa verið stöðnunartímabil.
Þorgeir Ragnarsson, 22.10.2014 kl. 11:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.