Mánudagur, 20. október 2014
Ójafnrétti eykst með hjaðnandi kreppu
Eftir kreppuna í kjölfar hruns Lehmans-banka 2008 voru árangursríkustu viðbrögðin að lækka vexti niður í núll og bjóða atvinnulífinu ódýra peninga. Þess leið er heitir ,,quantitative easing" og var keyrð áfram af bandaríska seðlabankanum.
Aðferðin heppnaðist að því leyti að Bandaríkin sýndu betri hagvöxt og fleiri fengu störf en annars. Ókosturinn við peningaflæðið var að það stórum jók efnahagslegan ójöfnuð í Bandaríkjunum. Efnaðasti hluti Bandaríkjamanna nýtti sér vitanlega ódýru peningana til að auka enn auð sinn.
Nýr seðlabankastjóri Janet Yellen segist hafa verulegar áhyggjur af efnahagslegum ójöfnuði. Af orðum Yellen má draga þá ályktun að hún muni ekki styðja nýja umferð af ódýrum peningum til að keyra upp hagvöxt.
Mesta hækkun í rúmt ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Smá athugasemd í mestu vinsemd. Íslensku máli eru til tvö orð með gagnstæða merkingu: Jafnfrétti. Misrétti.
Nýyrðið ójafnrétti þýðir misrétti.
Og hugsanlegt nýyrði, ómisrétti myndi þýða jafnrétti.
Ómar Ragnarsson, 20.10.2014 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.