Fimmtudagur, 15. mars 2007
Fjölmiðlafjölskyldurnar þrjár
Að slepptu RÚV eru þrjár fjölskyldur ráðandi eigendur í fjölmiðlum landsins. Góðu heilli er það aðeins ein fjölskylda sem notar fjölmiðla sína sem áróðursmiðla, m.a. til að knésetja forsætisráðherra sem ekki vildi þiggja mútur frá sömu fjölskyldu.
Tvær fjölskyldur með miðlana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ert þú líka að reyna að komast að í Seðlabankanum í svona ÞráhyggjuÞerapíu?
Jón Þór Bjarnason, 15.3.2007 kl. 10:20
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin
Feimin (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:16
Sjaldan er góð vísa of oft kveðin
Feimin (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 11:18
Er það ekki Edvald-fjölskyldan sem nú ræður bæði 365 og RÚV?
Annars að þráhyggjum og rangfærslum slepptum þá er ljóst að mínu mati að við eigum sífellt að vinna gegn samanþjöppun valds í viðskiptum almennt í þessu litla landi okkar. Í þeim efnum er ótækt að menn velji sérstakar fjölskyldur og einstaklinga og beiti sér a öllu afli gegn sumum eða fyrir suma en beinlínis láti aðra ósnerta.
Við verðum að rifja upp siðbót Vilmundar heitins Gylfasonar og temja okkur að setja almennar reglur og forðast að máta þær sérstaklega að andúð okkar eða aðdáun á einstökum aðilum.
Helgi Jóhann Hauksson, 15.3.2007 kl. 16:41
Lýður hefur þá sem sagt áhyggjur af eignarhaldinu á Morgunblaðinu, sem von er. Þeir bræður hljóta samt að passa sig á að greiða tilskylda upphæð til Sjálfstæðisflokksins öfugt við Jóhannes í Bónus og Jón Ólafsson í Skífunni (sbr. lýsingu Sigurðar G. Guðjónssonar á innheimtuaðferðum fjáröflunarmanna Helbláaflokksins).
Annars hlýtur að vera rosalegt að vera með bleikt, svínslaga æxli við heilann!
Auðun Gíslason, 15.3.2007 kl. 17:29
Til hamingju Páll. Þú ert fyrsti maðurinn sem mér vitanlega trúir mútusögunni, stóru smjörklípunni sem Davíð Oddsson klíndi framan í þjóðina í Bolludagsviðtalinu vansællar minningar.
Arnar (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:16
Þjóðfélagið allt er undirlagt bleiku, svínslaga æxli.
Siggi (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.