Föstudagur, 17. október 2014
Ójöfnuður og fátækt; íslenska samhengið
Ójöfnuður samfélags vísar til þess hve breitt bil er á milli þeirra ríkustu og efnaminnstu. Á hinn bóginn er fátækt æ oftar skilgreind þannig að þann flokk fylla þeir sem eru með lægstu tekjurnar.
Alveg sama hve ríkt þjóðfélag félag er þá eru alltaf tíu prósent með lökust kjörin. Fátæklingar í einu landi geta verið með tekjur og lífskjör millistéttar í öðru landi.
Á Íslandi höfum við lagt áherslu á jöfnuð, t.d. með því að leggja ofurkapp á að bæja frá atvinnuleysi. Ólíkt Evrópu búum við ekki við stéttskiptingu og andstætt Bandaríkjunum er tekjudreifingin jafnari hér á landi.
Ísland er fyrirmyndarsamfélag m.t.t. efnahagslegs jafnaðar. Það sorglega er að þeir sem kenna stjórnmálaskoðanir sínar við jafnaðarmennsku neita að viðurkenna þessa staðreynd. Svokallaðir jafnaðarmenn á Íslandi reyna ítrekað að koma okkur í Evrópusambandið sem elur á fátækt og ójöfnuði í gegnum atvinnuleysi.
Ójöfnuðurinn sá mesti í öld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.