Bryndís og matar-mistök Sjálfstæðisflokksins

Það voru mistök af hálfu Sjálfstæðisflokksins að berjast fyrir hækkun virðisaukaskatts á matvæli í nafni einföldunar á skattkerfi.

Í fyrsta lagi fann almenningur ekki fyrir flóknu vsk-kerfi; hér var ekki um pólitískt vandamál að ræða. Í öðru lagi misheppnaðist algjörlega, ef það var þá reynt, að færa rök fyrir nauðsyn breytinga á vsk-kerfinu.

Hækkun á matvöru er viðkvæmt mál sökum þess að enginn getur án matar verið. Sterk rök þarf til að hækka skatta á matvæli. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki kynnt þau enn. 

Bryndís Loftsdóttir varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók að sér að leiðrétta matar-mistök flokksins. Hún ætti að fá lof en ekki last frá félögum sínum.  


mbl.is Bryndísi sárna ummæli Brynjars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Það fór þó aldrei svo að ég yrði ekki sammála Páli Vilhjálmssyni. :)

Svala Jónsdóttir, 15.10.2014 kl. 16:54

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Almenningur fyndi fyrir því ef efra VSK þrepið yrði lækkað - sem stendur til líka, þótt flestir hafi gleymt því.  Lyf, hreinlætisvörur, snyrtivörur, fatnaður, skótau, rafmagn, olía/bensín ofl ofl  lækkar á móti. 

Einnig lækka vörugjöldin, en enginn hefur enn þorað að nefna tölur í því sambandi.  Enda vörugjaldakerfið svo flókið að jafnvel þeir sem vinna við það skilja það ekki.

En það þarf þó allavega góða sokka/skótau í hæsta VSK þrepi til þess að tölta útí búð og kaupa mat í lægsta VSK þrepi. 

Kolbrún Hilmars, 15.10.2014 kl. 17:56

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Kolbrún þú veist að verið er að lækka efra þrepið úr 25,5 miiður í 24%. Hvað heldur þú að það segi t.d. varðandi WC pappír. Segjum að hann kosti t.d. 1000 kr. pakkinn! Ef vaskurinn lækkar um 1.5 þá lækkar verðið hugsanlega um 15 krónur! Og uppþvottalaugur sem kostar kannski 300 krónur lækkar þá um 4 og hálfa krónu!  En á móti getum við t.d. tekið hakkbakka sem kostar í dag 1000 krónur. þegar vsk. hækkar úr 7 í 12% þá eru það hækkun um 50 krónur! Það er bara bull að hlusta á svona vitleysu eins og Bjarni heldur fram. Þú kaupir ekki klósettpappír á hverjum degi eða uppþvottalaug og svo framvegis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 15.10.2014 kl. 22:30

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Magnús, þú reiknar ekki 5% hækkun á 1000 kallinn, heldur tekur grunnverðið, kr.934.58 og bætir 12% ofan á það.  Hækkun kr. 4.67.

Annars er ég sammála því að efra VSKþrepið hefði átt að lækka meira strax, eða niður í 23%.

Kolbrún Hilmars, 15.10.2014 kl. 22:43

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Afsakið punkt á skökkum stað, kr.4.67. á að vera kr. 46.70...

Kolbrún Hilmars, 15.10.2014 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband