Vestfirskt málfrelsi naumt skammtað

Málfrelsi á Vestfjörðum er skilgreint þrengra en á höfuðborgarsvæðinu, samkvæmt dómi yfir Jóni Guðbjartssyni. Ummæli sem hann lét falla um Helga Áss Grétarsson fólu ekki í sér ásökun um lögbrot og ættu að flokkast sem gildisdómar og refsilausir sem slíkir.

Í hæstaréttardómi nr.  673/2011,  er tekist á um mörkin  á milli gagnrýni í þágu lýðræðislegrar umræðu annars vegar og hins vegar ærumeiðinga. Dómur Hæstaréttar er að jafnvel þótt notað sé sérlega gildishlaðið orð eins og ,,landráðamaður" í umræðu, sem raunar er jafnframt ásökun um refsiverða háttsemi,  þá sé hvorki tilefni til að ómerkja slík ummæli né séu þau skaðabótaskyld. Hæstiréttur gerir kröfu til að gildisdómar eigi sér ,,einhverja stoð í staðreyndum málsins." 

Í hæstaréttardómi nr. 382/2003 er meginreglan um refsileysi gildisdóma orðuð á þennan veg: ,,Fallast ber á með stefndu að gildisdómar í opinberri umræðu um samfélagsleg málefni séu almennt ekki refsiverðir."

Í hæstaréttardómi nr. 181/2005 staðfestir Hæstiréttur túlkun héraðsdóms Reykjavíkur á 235. grein almennra hegningarlaga um að gildisdómar byggðir á staðreyndum sem taldar eru fyrir hendi skuli refsilausir.

Vestfirðingar  eiga sama rétt og aðrir landsmenn að tjá sig. Héraðsdómur fjórðungsins í máli Jóns Guðbjartssonar hlýtur að vera endurskoðaður í Hæstarétti.

 

 


mbl.is Jón dæmdur fyrir meiðyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband